Ostur er mjólkurafurð sem unnin er úr mjólk sem er látin hlaupa. Ostur er viðbit og er að mestu framleiddur úr kúa-, geita- eða sauðamjólk (þó einnig sé til ostur úr kapla- eða jafnvel úlfaldamjólk). Ostagerð er mjög algeng út um allan heim, og sumar þjóðir eru mjög þekktar fyrir ostagerð sína, s.s. Frakkar, Svisslendingar og Ítalir.

Ostur á markaði á Basel í Svissi.

OstagerðBreyta

Elstu heimildir um ostagerð eru frá Súmerum um 4000 fyrir Krist.

Ostagerð á ÍslandiBreyta

Á Íslandi tíðkaðist ostagerð allt frá landnámsöld og fram á 17.-18. öld þegar hún lagðist að mestu af nema á Austurlandi. Fyrstu ostarnir á Íslandi voru líklega súrmjólkurostar (þ.e.a.s. súrostur).

Á Reykjum í Þingeyjarsýslu var t.d. soðinn mysuostur við hverahita.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.