Ostur á markaði á Basel í Svissi.

Ostur er mjólkurafurð sem unnin er úr mjólk sem er látin hlaupa. Ostur er viðbit og er að mestu framleiddur úr kúa-, geita- eða sauðamjólk (þó einnig sé til ostur úr kapla- eða jafnvel úlfaldamjólk). Ostagerð er mjög algeng út um allan heim, og sumar þjóðir eru mjög þekktar fyrir ostagerð sína, s.s. Frakkar, Svisslendingar og Ítalir.

OstagerðBreyta

Elstu heimildir um ostagerð eru frá Súmerum um 4000 fyrir Krist.

Ostagerð á ÍslandiBreyta

Á Íslandi tíðkaðist ostagerð allt frá landnámsöld og fram á 17.-18. öld þegar hún lagðist að mestu af nema á Austurlandi. Fyrstu ostarnir á Íslandi voru líklega súrmjólkurostar (þ.e.a.s. súrostur).

Á Reykjum í Þingeyjarsýslu var t.d. soðinn mysuostur við hverahita.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.