Bresku kornlögin voru lög í Bretlandi sem hindruðu innflutning á korni, á árunum 1815-1846. Í upphafi var lágmarksverð sett á innflutt korn en síðar voru lagðir háir innflutningstollar til að kom í veg fyrir innflutning og vernda þannig breskan landbúnað. Stuðningur við lögin kom úr röðum stórlandeigenda. Andstæðingar laganna voru allur almenningur og verkamenn, sem liðu fyrir hátt kornverð og þar með skertan kaupmátt, og atvinnurekendur sem töldu þau helstu ástæðu hækkandi launakrafna.

Skjal með korlögunum frá árinu 1815.

Deilur um lögin

breyta

Verð á korni hækkaði mikið á Bretlandseyjum á tímum Napóleonsstyrjaldanna sem komu í veg fyrir innflutning. Þegar friður komst á árið 1814 spruttu upp miklar deilur innan Breska þingsins sem og umræða meðal almennings um kröfur landeigendum lágmarksverð á korni. Deilurnar höfðu mikilvæg áhrif á þróun hagfræðinnar, en meðal þátttakenda í deilunni voru tveir mikilvægustu hagfræðingar klassíska skólans, David Ricardo og Thomas Malthus.

Malthus studdi lögin, sem hann taldi mikilvægan stuðning við breskan landbúnað, og tryggingu fyrir því að breska þjóðin yrði ekki háð innflutning á korni. Einnig taldi hann að hærri tollar myndu hvetja til meiri fjárfestingar í landbúnaði, sem mundi aftur leiða til aukinnar framleiðslu og framboði, þannig að verð á korni kæmi til með að lækka.

Ricardo var einn helsti andstæðingur laganna, hann var talsmaður frjálshyggju og benti á að lögin þjónuðu einungis landeigendum. Hann byggði málflutning sinn sérstaklega á kenningu sinni um dreifingu tekna sem hann hafði þróað í höfuðriti sínu, On the Principles of Political Economy and Taxation (1817). Með hærri tollum myndi dreifing tekna breytast landeigendum í hag. Hann taldi kornlögin leiða til stöðnunar breska hagkerfinu.

Afnám kornlaganna árið 1846 var mikilvægt skref í átt að fríverslun.

Afleiðingar

breyta

Bent hefur verið á kornlögin sem eina ástæðuna fyrir hallærinu mikla á Írlandi, þar sem um fjórðungur Íra lést úr hungri eða flutti úr landi.

Heimildir

breyta