Magnús Stephensen (f. 1797)

Magnús Stephensen (13. janúar 179715. apríl 1866) var íslenskur sýslumaður á 19. öld. Hann var sonur Stefáns Stephensens amtmanns á Hvítárvöllum og konu hans Ragnheiðar Magnúsdóttur.

Magnús var fyrst sýslumaður Skaftfellinga og bjó á Höfðabrekku í Mýrdal en árið 1844 fékk hann Rangárþing og bjó eftir það í Vatnsdal í Fljótshlíð. Kona hans var Margrét Þórðardóttir (7. september 1799 - 18. janúar 1866). Þau áttu tvo syni og fimm dætur sem komust upp. Sonur þeirra var Magnús Stephensen landshöfðingi.