1900
ár
(Endurbeint frá Ágúst 1900)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1900 (MCM í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- 24. febrúar - Fréttablaðið Reykjavík kemur út í fyrsta sinn.
- Framfaraflokkurinn er stofnaður af stuðningsmönnum Valtýs Guðmundssonar.
- Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum er stofnaður.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Hannes Hafstein er kjörinn á Alþingi fyrir Ísfirðinga.
Á Íslandi
breytaFædd
- 24. október - Karl Ottó Runólfsson, tónskáld.
Dáin
Erlendis
breytaAtburðir
- 24. janúar - Seinna Búastríðið: Spion Kop-orrustan; Búar sigra breska herinn.
- 27. febrúar - Breski Verkamannaflokkurinn er stofnaður.
- 13. mars - Fornleifauppgröftur á Knossos á Krít (eyja) hefst. Breski fornleifafræðingurinn Sir Arthur Evans stendur fyrir því.
- 16. mars - ABO-blóðflokkakerfið er uppgötvað af Karl Landsteiner, austurrískum meina- og ónæmisfræðingi.
- 22. apríl - Frakkar ná yfirráðum yfir Tjad þegar þeir sigra súdanska stríðsherrann Rabih az-Zubayr.
- 30. apríl - Havaí innlimað Bandaríkjunum og verður að fylki 1959.
- 20. júní - Boxarauppreisnin í Kína: 20.000 uppreisnarmenn drepa hundruðir Evrópubúa.
- 2. júlí - Fyrsta Zeppelin-loftfarið fer á loft.
- maí - Robert Peary kemur fyrst auga á Eyju Kaffiklúbbsins.
- 17. maí - Skáldsagan Galdrakarlinn í Oz gefin út.
- 14. maí - Sumarólympíuleikarnir 1900 hefjast í París.
- 21. maí - Rússland ræðst inn í Mansjúríu.
- 27. ágúst - Galveston-fellibylurinn fer um Suðurríki Bandaríkjanna næstu 18 dagana og um 8000 látast.
- 9. október - Cooks-eyjar verða hluti af Bretlandi.
- 6. nóvember - William McKinley er endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Varaforseti verður Theodore Roosevelt.
- Heimssýningin í París. Samfara henni er neðanjarðarlestarkerfið í borginni tekið í notkun.
- Þýsku knattspyrnufélögin Bayern München og 1. FC Nürnberg, Borussia Mönchengladbach eru stofnuð. Eins hollenska félagið AFC Ajax, spænska félagið Espanyol og ítölsku félögin SS Lazio
og Palermo FC.
- Skólar stofnaðir: Carnegie Mellon-háskóli og Háskólinn í Birmingham
- Fyrsti hamborgarinn er búinn til í New Haven, Connecticut.
Fædd
- 13. janúar - Jean Doisy, belgískur myndasöguhöfundur (d. 1955).
- 19. mars - Frédéric Joliot-Curie, franskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1958)
- 13. mars - Giorgos Seferis, grískt ljóðskáld (d. 1971)
- 25. apríl - Wolfgang Pauli, austurrískur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1958)
- 29. júní - Antoine de Saint-Exupéry, franskur rithöfundur og flugmaður (d. 1944)
- 25. ágúst - Sir Hans Adolf Krebs, breskur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1981)
- 1. september - Pedro Cea, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 1970).
- 3. september - Urho Kekkonen, Finnlandsforseti (d. 1986)
- 7. október - Heinrich Himmler, yfirmaður Gestapo og SS-sveitanna í Þýskalandi (d. 1945)
- 3. nóvember - Adolf Dassler, þýskur framkvæmdarmaður og stofnandi adidas (d. 1978)
- 12. desember - Sammy Davis jr., bandarískur söngvari (d. 1988)
Dáin
- 12. ágúst - Wilhelm Steinitz, skákmeistari frá Bæheimi og fyrsti heimsmeistarinn í skák (f. 1836)
- 25. ágúst - Friedrich Nietzsche, þýskur heimspekingur (f. 1844)
- 30. nóvember - Oscar Wilde, írskur rithöfundur (f. 1854)