Allra síðasta veiðiferðin

Allra síðasta veiðiferðin er íslensk gamanmynd frá 2022[1], framleidd af Markell Procuditions, Stöð 2 og Myndform. Myndin er framhald af Síðustu veiðiferðinni (2020) og önnur myndin í Veiðiferðarseríunni. Myndinni var leikstýrt af Erni Marinó Arnarssyni og Þorkeli S. Harðarssyni, en þeir voru einnig handritshöfundar og framleiðendur myndarinnar. Í aðalhlutverkum voru Þorsteinn Bachmann, Þröstur Leó Gunnarsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Þór Óskarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Gunnar Helgason og Edda Björg Eyjólfsdóttir.

Allra síðasta veiðiferðin
Leikstjóri
Höfundur
  • Örn Marinó Arnarson
  • Þorkell S. Harðarson
Framleiðandi
  • Örn Marinó Arnarson
  • Þorkell S. Harðarson
Leikarar
KvikmyndagerðBergsteinn Björgúlfsson
KlippingSigvaldi J. Kárason
TónlistHallur Ingólfsson
Fyrirtæki
  • Nýjar hendur
  • Myndform
DreifiaðiliMyndform
Frumsýning18. mars 2022
Lengd90 mínútur
LandÍsland
TungumálÍslenska
Heildartekjur45.126.861 kr.

Allra síðasta veiðiferðin var tekjuhæsta íslenska mynd ársins 2022 og voru tekjur myndarinnar rúmlega 45 milljónir og um 24 þúsund miðar seldust.[2]

Söguþráður

breyta

Eftir ævintýralegan laxveiðitúr fyrra sumars er ákveðið að halda aftur til veiða, þrátt fyrir misgóðar minningar úr þeim túr. Til að koma sér áfram í pólitík býður Valur Aðalsteins félögunum í flotta laxveiði með því skilyrði að þeir hagi sér vel og ekkert megi klikka. Vegurinn til Helvítis er eins og áður varðaður góðum ásetningi og er þessi túr því ekki undanskilin.

Framleiðsla

breyta

Í febrúar árið 2021 var byrjað að þróa myndina en tökur fóru fram í júní árið 2021 og var myndin frumsýnd 18. mars 2022.

Framhöld

breyta

Þriðja, fjórða og fimmta kvikmyndin í seríunni hafa verið tilkynntar og stefnt er á að taka upp þriðju myndina, Langsíðasta veiðiferðin árið 2024. Fjórða og fimmta myndin munu heita Næst síðasta veiðferðin og Fyrsta veiðiferðin.

Heimildir

breyta
  1. „Allra síðasta veiðiferðin“. Kvikmyndavefurinn.
  2. „ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN mest sótta íslenska myndin 2022“. Klapptré. 18. janúar 2023. Sótt 25. júní 2023.