Áramótaskaup 2018
Áramótaskaup 2018 var áramótaskaup sýnt í sjónvarpinu RÚV 31. desember 2018. Efniviður Skaupsins var fjölbreyttur en áberandi var Me too-hreyfingin og þeim kynferðisáreitum sem uppljóstrað var um á árinu.
Áramótaskaupið 2018 | |
---|---|
Tegund | Grín |
Handrit | Ilmur Kristjánsdóttir Jón Gnarr Katla Margrét Þorgeirsdóttir Katrín Halldóra Sigurðardóttir Sverrir Þór Sverrisson |
Leikstjóri | Arnór Pálmi Arnarson |
Lokastef | Næsta |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | RÚV |
Tímatal | |
Undanfari | Áramótaskaup 2017 |
Framhald | Áramótaskaup 2019 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Leikstjóri var Arnór Pálmi Arnarson og var þetta annað skaupið hans. Höfundar handrits voru þau Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sverrir Þór Sverrisson en þau léku líka flest hlutverkin. Með yfirumsjón handrits var Arnór Pálmi Arnarson.
62% landsmanna voru ánægt með skaupið.[1]
Viðfangsefni
breyta- Það að það hafi rignt óvenju mikið það árið.
- Rakaskemmdir í nýbyggingu ON.[2]
- Skortur á pólsku vinnufólki.
- Flóknar reglur um hvað má taka mikið magn af áfengi tollfrjálst úr fríhöfninni.
- Það að almenningur skilur almennt ekki fréttir af veiðigjöldum, þriðja orkupakkanum og fleiru.
- Falsfrétt um að Laddi væri dáinn.[3]
- Áætluð kaup Icelandair Group á WOW Air sem gengu ekki í gegn.[4]
- Höfundaréttarvarin strá og framkvæmdir á bragganum við Nauthólsveg sem fór langt fram úr áætluðum kostnaði.[5]
- Bílstjóri gleymdi mikið fatlaðri konu í bíl á meðan hann fór í kaffipásu.[6]
- Þegar Vodafone fór að heita Sýn á reikningum í heimabankanum.
- Mikil aukning á kynjaveislum, veislum þar sem foreldrar tilkynna um kyn barnsins og fjölbreyttar útfærslur á þeim.
- Matasendingar koma með drónum.[7]
- Samkynhneigiðir meiga ekki gefa blóð.[8]
- Fólk að fá sér húðflúr með alskonar lífsspeki og áminningum.
- Mikil kynferðisleg áreitni yfirmanna hjá Orkuveitu Reykjavíkur.[9]
- Kæra á Sigur Rós vegna ógreiddra skatta[10], vangreiðslur hljómsveitarinnar til Hörpu[11] og ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur Orra Pál Dýrasyni[12].
- Kostnaður við Vaðlaheiðargöng fóru langt fram úr áætluðum kostnaði.[13]
- Samræður Sigmundar Davíðs, Bergþórs, Ólafs, Gunnars, Karls og Önnu Kolbrúnar nást á segulband og úr verða klaustursupptökur.
Annað sem gert var grín að var Steingrímur J. Sigfússon, Pia Kjærsgaard[14], Krakkafréttir, Skúli Mogensen, Lof mér að falla[15]. Eyþór L. Arnalds, Borgarlínan, sjónvarpsþátturinn Fjölskyldan, Flateyjargátan, ketó, Rúrik, kvikmyndin Kona fer í stríð, Katrín Jakobsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sigga Kling.
Lög
breytaFrumsamin
breyta- Eru hommar kannski menn - Magnús Þór Sigmundsson.
- Næsta (lokalagið) - Kristinn Óli Haraldsson, Jóhannes Damian Patreksson, Kolbeinn Veinsson, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir.
Lög með nýjum texta
breyta- Rigning allt árið aka. Ain't No Sunshine - Bill Withey
- Vínmagn í tollinum aka. Piparkökusöngurinn - Christian Hartman, Thorbjörn Egner , Baka piparkökur
- Sigurrósarlagið aka. Tíu litlir negrastrákar
Heimildir
breyta- ↑ „Níu af hverjum tíu ánægð með Skaupið“. www.mbl.is. Sótt 27. mars 2024.
- ↑ Kostar milljarða að gera við rakaskemmdir í Orkuveituhúsinu
- ↑ „Brandari“ um andlát Ladda gengur fram af fólki
- ↑ Icelandair hætt við að kaupa WOW air
- ↑ Í hvað fóru allar milljónirnar?
- ↑ Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl
- ↑ Drónar sjái um að matarsendingar
- ↑ Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað
- ↑ Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur?
- ↑ Sigur Rós responds to accusations of tax-fraud: Will pay every penny of taxes owed
- ↑ Sigur rós Involved In A Lawsuit Over Millions Of ISK Missing From Concert Revenue
- ↑ Orri Páll Dýrason hættur í Sigur Rós
- ↑ Vaðlaheiðargöng kosta 17 milljarða
- ↑ Ekki endilega sómi að því að afturkalla boðið til Piu
- ↑ Lof mér að falla - Stikla