Stella í framboði

Stella í framboði er íslensk kvikmynd frumsýnd 26. desember 2002. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Stella í orlofi frá 1986. Aðalhlutverk fara þau Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Gísli Rúnar Jónsson með. Leikstjóri og handritshöfundur er Guðný Halldórsdóttir. Myndin kom á VHS 18. september 2003.[1]

Stella í framboði
Stella í framboði: x-Stella
LeikstjóriGuðný Halldórsdóttir
HandritshöfundurGuðný Halldórsdóttir
FramleiðandiHalldór Þorgeirsson
Umbi
Leikarar
Frumsýning26. desember, 2002
Tungumálíslenska
AldurstakmarkLeyfð
UndanfariStella í orlofi

Söguþráður

breyta

Stella og Salmómon reka saman fagurkerafyrirtæki, Framkoma.is. Salómon er ráðin af Antoni Skúlasyni, flugstjóra, til þess að fegra og umbreyta þorpi, sem hann hefur eignast. Stella verður eftir í bænum og tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum að koma fram, enda kosningar í nánd. Af misskilningi þvælist Stella inn í framboð Centrumlistans, sem berst við höfuðandstæðing sinn, Miðflokkinn og veit ekki fyrr til en hún er komin á kaf í pólitík. Myndin segir frá hinni afdrifaríku ferð Salomóns (52) í þorpið og sigurgöngu Stellu Löve (50) í stjórnmálum. Fjölskyldumál Stellu blandast inn í frásögnina með stórslysum, eldsvoða, breiskju og mótlæti af öllu tagi, sem aðeins „Stellufólkið“ getur orðið fyrir á fáeinum vikum.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Stella í framboði, sótt 15. febrúar 2020