Stöðvarvík
Stöðvarvík var heitið á sjöundu þáttaröð Spaugstofunnar sem að var sýnd haustið 1997. Stöðvarvík þættirnir voru tíu talsins, sá fyrsti var sýndur 11. október 1997 og sá síðasti 13. desember 1997. Þættirnir voru öðruvísi en fyrri þættir Spaugstofunnar að því leyti að þessir þættir gerðust ekki á lítilli fréttastofu heldur í litlu sjávarplássi úti á landi. Þættirnir sögðu frá litlu bæjarblaði þar sem fréttamenninir Pétur og Ófeigur unnu. Einnig sögðu þættirnir frá hárgreiðslustofu í bænum. Þættirnir urðu ekki það vinsælir var ákveðið að Enn ein stöðin yrði frekar á dagskrá þegar Spaugstofan byrjaði aftur snemma árs 1998 í áttundu þáttaröðinni.