Áramótaskaup 2022

Áramótaskaup 2022 er áramótaskaup sem að var sýnt 31. desember 2022 á RÚV. Leikstjóri var Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir var yfirhöfundur handrits en aðrir höfundar voru Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Friðgeir Einarsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og Dóra Jóhannsdóttir.[1]

Áramótaskaupið 2022
TegundGrín
HandritSaga Garðarsdóttir
Sigurjón Kjartansson
Vigdís Hafliðadóttir
Friðgeir Einarsson
Jóhann Kristófer Stefánsson
Dóra Jóhannsdóttir
LeikstjóriDóra Jóhannsdóttir
UpphafsstefÖmurlegar Samgöngur
LokastefBúið og Bless
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðRÚV
Tímatal
UndanfariÁramótaskaup 2021
FramhaldÁramótaskaup 2023
Tenglar
IMDb tengill

Tökur hófust 15. nóvember og var byrjað að klippa áramótaskaupið daginn eftir. 21. nóvember birti Dóra Jóhannsdóttir mynd á Instagram með texta sem að sagði að tökur væru hálfnaðar. Tökum lauk 9. desember.

89% landsmanna sögðust vera ánægt með skaupið, sem að braut met skaupsins 2020 og er það skaup sem að flestir eru ánægðir með síðan að mælingar hófust.[2] Sögðu sumir að um væri að ræða besta skaup í áraraðir.[3] Áhorf skaupsins var einnig það mesta í langan tíma.[4]

Ágreiningsmál breyta

Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri skaupsins greindi frá ósætti við framleiðanda skaupsins Sigurjón Kjartansson og aðstoðarleikstjóra skaupsins, Eið Birgisson og Hjört Grétarsson og væri til komið vegna þess að þeir slitu samskiptum við Dóru vegna erfiðleika í samskiptum þeirra á milli og ágreining um að tökur færu fram á Selfossi.[5] Meðlimir Spaugstofunnar sem að léku í skaupinu kvörtuðu undan launagreiðslum við skaupið en þeir fengu ekkert borgað fyrir þáttöku sína.[6]

Tónlist breyta

Stefán Örn Gunnlaugsson sá um frumsamda tónlist skaupsins. Ásgeir Orri Ásgeirsson sá þar um tónlistarstjórn og Sæþór Kristjánsson um hljóðblöndun. Höfundar handritsins sáu um gerð lagatextanna nema annað sé tekið fram.

  • Ömurlegar Samgöngur - Vigdís Hafliðadóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Jörundur Ragnarsson, Bjarni Snæbjörnsson, Saga Garðarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Thelma Rún Hjartardóttir. Byggt á "Running up that hill" eftir Kate Bush.
  • Poki - Kyrja. Byggt á "Brennið þið vitar" eftir Pál Ísólfsson.
  • Pottþétt flokkur fólksins - Jörundur Ragnarsson, Bjarni Snæbjörnsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson. Byggt á "I want it that way" eftir Backstreet Boys, "Mr. Bombastiq" eftir Shaggy, "Would I lie to you" eftir Charles and Eddie, "Hjálpum þeim" eftir Hjálparsveitina, "No Limit" eftir 2 Unlimited og "Macarena" eftir Los Del Rio.
  • Piss - Ásgeir Orri Ásgeirsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson. Byggt á "It's Corn" eftir Tariq og Gregory Brothers.
  • Larí Lei - Sigga Beinteins. Byggt á "Larí Lei" eftir Siggu Beinteins.
  • Læknaðu þig heima - Ásgeir Orri Ásgeirsson, Saga Garðarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Jörundur Ragnarsson.
  • Sigurður Ingi Labbar - Bjarni Snæbjörnsson. Byggt á "Labbalabba" eftir Sögu Garðars og Atlantsolíu.
  • Beef - Ásthildur Úa Sigurðardóttir. Byggt á "Ef þeir vilja beef" eftir Daniil og Joey Christ.
  • Búið og Bless - Bríet Ísis Elfar, Páll Óskar, Aron Can, Diddú og Spaugstofan. Höfundur og útsetning: Ásgeir Orri Ásgeirsson

Tilvísanir breyta

  1. alma (1. september 2022). „Nýr höfundahópur sér um Skaupið í ár“. RÚV. Sótt 1. september 2022.
  2. „Níu af hverjum tíu ánægð með Skaupið“. www.mbl.is. Sótt 27. mars 2024.
  3. Hrólfsson, Ragnar Jón. „Skaupið frábært að mati flestra: „Besta skaup frá upphafi?". www.frettabladid.is. Sótt 10. janúar 2023.
  4. „Mesta áhorf á Skaupið í mörg ár“. www.mbl.is. Sótt 10. janúar 2023.
  5. „Skaupið í hættu eftir að framleiðendur hættu samskiptum“. Heimildin. Sótt 14. janúar 2023.
  6. „Munaði hársbreidd að Spaugstofan hætti við þátttöku í Skaupinu“. Heimildin. Sótt 16. janúar 2023.