Black Mirror er breskur vísindaskáldskapssjónvarpsþáttaröð búin til af Charlie Brooker, undir yfirumsjón Charlie Brooker og Annabel Jones. Þeir fjalla um nútíma samfélag, sérstaklega með tilliti til ófyrirsjáanlegt afleiðingar nýrri tækni. Hver þáttur er sjálfstæður og á sér stað í hliðstæðri nútíð eða náinni framtíð, oft með dökkum og kaldhæðnum tón, þó sumir eru meira tilraunakenndri og léttari.

Black Mirror
Tegund
Búið til afCharlie Brooker
UpprunalandBretland
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta27 (þáttalisti)
Framleiðsla
Aðalframleiðandi
  • Charlie Brooker
  • Annabel Jones
FramleiðandiBarney Reisz
Lengd þáttar41–89 mínútur
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð
Myndframsetning
HljóðsetningDolby Digital 2.0
Sýnt2011-12-04 – núna
Tenglar
Vefsíða

Fyrstu tvær seríunar voru frumsýndar á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í desember 2011 og febrúar 2013. Í framhaldi af því voru þættirnir keyptir af Netflix í september 2015. Samið var um 12 þætti, sem var svo skipt niður í þriðju og fjórðu seríu, hver sería voru 6 þættir. Fyrri serían var sett í loftið 21. október 2016 og seinni serían 29. desember 2017. Tilkynnt var um fimmtu seríu þann 5. mars 2018.

Black Mirror fengu innblástur af sambærilegum þáttum sem hétu The Twilight Zone, sem tókust á við umdeild samtíma mál, án þess að óttast ritskoðun. Brooker þróaði Black Mirror til að varpa ljósi á efni sem tengdist áræðni mannskynsins á tækni, með því að skapa sögur sem snérust um "hvernig við lifum nú - og hvernig við gætum lifað eftir 10 mínútur, ef við erum klaufar".

Þáttaröðin hefur fengið jákvæða dóma og hafa aukið áhuga á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum eftir að þeir bættust við Netflix. Árið 2017, fékk þátturinn "San Junipero", úr seríu þrjú, sem var almennt vel tekið, fyrstu Primetime Emmy verðlaun, fyrir framúrskarandi sjónvarpsmynd og framúrskarandi handrit fyrir þætti, kvikmyndir eða drama fyrir Brooker.

Þáttur

breyta

Þættirnir voru upphaflega á vegum Channel 4 í Stóra-Bretlandi og frumsýndir í desember árið 2011. Önnur þáttaröð var sýnd í febrúar 2013. Í september 2015 keypti Netflix þættina og framleiddi 12 þætti, sem síðar var skipt í tvær seríur, sex þætti hver.[1] Fyrri serían var gefin út á Netflix um allan heim sem heild, þann 21. október 2016. Fjórða serían var gefin út 29. desember 2017.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. https://media.netflix.com/en/press-releases/netflix-will-bring-viewers-twelve-new-episodes-of-the-critically-acclaimed-black-mirror-migration-1. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  2. https://variety.com/2017/tv/news/black-mirror-season-4-release-date-trailer-1202628880/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)