Dalalíf
Frumsýning1984
Tungumálíslenska
Lengd83 mín.
LeikstjóriÞráinn Bertelsson
HandritshöfundurÞráinn Bertelsson
Ari Kristinsson
FramleiðandiJón Hermannsson
Nýtt líf sf
LeikararEggert Þorleifsson
Karl Ágúst Úlfsson
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir
Sigurður Sigurjónsson
AldurstakmarkKvikmyndaeftirlit Ríkisins L
Síða á IMDb

Dalalíf er önnur kvikmyndin í þríleik Þráins Bertelssonar um Þór og Danna. Í þessari mynd fara þeir í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu.

SöguþráðurBreyta

Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum, slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir því að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaferð til Noregs. Þeir félagar þreytast þó fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað "Dalalífsvikur" fyrir borgarbúa - og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarrás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd.

Veggspjöld og hulsturBreyta

Sama hönnun var notuð á DVD hulstrinu og upprunalega veggspjaldi. Þráinn Bertelsson var ekki nógu sáttur með það, og fór með það í blöðin að hann ætti höfundarrétt á veggspjaldinu og að Sena hafi notað það án hans leyfis.

 
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
   Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.