Áramótaskaup 2020
Áramótaskaup 2020 er áramótaskaup sem sýnt var á RÚV þann 31. desember 2020. Aðal viðfangsefni skaupsins var Covid-19 faraldurinn og samkomutakmarkanir sem fylgdu honum.
Áramótaskaupið 2020 | |
---|---|
![]() | |
Tegund | Grín |
Handrit | Hugleikur Dagsson Lóa Hjálmtýsdóttir Vala Kristín Eiríksdóttir Þorsteinn Guðmundsson Bragi Valdimar Skúlason Katla Margrét Þorgeirsdóttir |
Leikstjóri | Reynir Lyngdal |
Lokastef | Klárum þetta saman |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | RÚV |
Tímatal | |
Undanfari | Áramótaskaup 2019 |
Framhald | Áramótaskaup 2021 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Höfundar skaupsins voru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal var leikstjóri. Tökur byrjuðu í nóvember 2020 og var framleiðandi Republik.[1]
85% landsmanna voru ánægt með skaupið, sem að braut met skaupsins 2013 og hélt titlinum sem það skaup sem að flestir voru ángæðir með þar til að 89% landsmanna sögðust vera ánægt með skaupið 2022.[2]
Viðfangsefni
breytaMeðal viðfangsefna voru:
- Mikið magn af sömu spurningum á upplýsingafundum Almannavarna.
- Seinkanir á fermingum vegna samkomutakmarkana.[3]
- Mikil aðsókn í Sorpu því það voru allir að nýta tímann við samkomutakmarkanirnar að taka til.[4]
- Fólk að syngja fyrir utan elliheimili fyrir eldriborgara í samkomutakmörkununum.[5]
- Flóknar sóttvarnareglur.[6]
- Fólk sem hélt að sóttvarnareglur ættu ekki við þau því það var búið að fá Covid.
- Þegar Samherji framleiddi sína eigin heimildamynd um Samherjaskjölin.[7]
- Þegar allir vildu sýna gamla mynd af sér með Vigdísi Finnbogadóttur.[8]
- Rasískt merki á fatnaði lögregluþjóns.[9]
- Veggjakrot á Skúlagötu "Hvar er nýja stjórnaskráin" fjarlægt.[10]
- Þegar fólk missti félagsfærni vegna of mikillar einangrunar í Covid.
- Lítil athygli nemenda í fjarkennsla.[11]
- Helgi Björnsson, Bubbi og fleiri með tónleika sem sýndur voru í beinni útsendingu á netinu.
- Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni haldið um borð á meðan Covid-19 veikindi geisuðu um borð.[12]
- Auglýsing Borgarleikhússins þar sem Bubbi var með sígarettu.[13]
- Tveir fótboltamenn með enska karlalandsliðinu brutu sóttvarnir þegar þeir hittu tvær konur á hótelherbergi í Hótel Sögu.[14]
Annað sem kom fram í skaupinu: Pabbabrandarar, Björn Ingi, loftslagskvíði, Ísland í dag, Katrín Jakobsdóttir, útilokunarmenning, átakið "Ferðumst innanlands", Gísli Marteinn, Sindri Sindrasson, samskiptaforritið Zoom, Kári Stefánsson, Alma Möller, Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, "Let It Out!" auglýsingaherferð Inspired by Iceland og jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu.
Lög
breytaFrumsamin
breytaUpphafslag - lag Stefán Örn Gunnlaugsson og Birgir Steinn Stefánsson, texti Hugleikur Dagsson Held í mér andanum - lag Stefán Örn Gunnlaugsson, texti Hugleikur Dagsson Klárum þetta saman (lokalag) - lag Stefán Örn Gunnlaugsson og Birgir Stefán Stefánsson, texti Bragi Valdimar Skúlason, söngur Friðrik Dór Jónsson, Salka Sól Eyfeld, Stefán Hilmarsson og Ragnhildur Gísladóttir
Lög með nýjum texta
breyta- Think about things - Daði og Gagnamagnið
- Husavik - Molly Sanden
Heimildir
breyta- ↑ „Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins í ár“. RÚV. 4. september 2020. Sótt 4. september 2020.
- ↑ „Níu af hverjum tíu ánægð með Skaupið“. www.mbl.is. Sótt 27. mars 2024.
- ↑ Öllum messum og fermingum aflýst
- ↑ Gert ráð fyrir töfum á endurvinnslustöðvum Sorpu
- ↑ Þotulið söngvara söng fyrir utan Hrafnistu í Garðabæ
- ↑ Segir óskiljanlegt að sóttvarnir hér lúti ekki sömu lögum og erlendis
- ↑ Nýjasta útspil Samherja gagnrýnt – „Gjörsamlega galið“
- ↑ Þjóðin ber hlýhug í garð Vigdísar
- ↑ Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið
- ↑ Mikið af veggjakroti í Skúlagötu
- ↑ Fjarkennsla og stafræn tækni í framhaldsskólum á tímum farsóttar vorið 2020
- ↑ Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19
- ↑ "Smekklaust" að velja sígarettumyndina af Bubba
- ↑ Nadía og Lára: Ekki búnar að fá krónu fyrir þetta