Zlatan Ibrahimović

Zlatan Ibrahimović (f. 3. október 1981 í Malmö) er sænskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir AC Milan. Hann er sonur bosnísks föður og króatískrar móður sem fluttu til Svíþjóðar árið 1977.

Ibrahimović í leik með sænska landsliðinu árið 2012.

Ibrahimović hóf ferilinn með heimaliði sínu Malmö FF en hefur síðan spilað með Ajax, Inter Milan, AC Milan, Juventus, FC Barcelona og Paris Saint-Germain. Hann gekk til liðs við Manchester United árið 2016. Árið 2018 hélt hann til LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Ibrahimović ákvað að segja skilið við sænska landsliðið eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Hann spilaði 116 leiki og skoraði 62 mörk með landsliðinu. Hann hefur skorað meira en 550 mörk í efstu stigum knattspyrnu.

TilvísanirBreyta