Jimmy Youell
breskur flugmaður
Alan "Jimmy" Bruce Hamilton Youell (10. febrúar 1900 – 19. apríl 1961) var breskur flugmaður. Hann var fyrsti maðurinn til að fljúga þyrlu á Íslandi er hann flaug Bell 47D þyrlunni TF-HET hér á landi sumarið 1949.[1] Tveimur árum áður varð hann fyrstur til að fljúga þyrlu í Sviss.[2]
Jimmy Youell | |
---|---|
Fæddur | 10. febrúar 1900 |
Dáinn | 19. apríl 1961 Í eða við Addis Ababa, Eþíópía |
Störf | Flugmaður |
Þekktur fyrir | Fyrstur til að fljúga þyrlu á Íslandi og í Sviss |
Hann var einn af 16 upprunalegu flugmönnum Imperial Airways árið 1924. Tveimur árum seinna setti hann met þegar hann flaug frá London til Amsterdam, um 430 kílómetra leið, á 100 mínútum.[3][4]
Heimildir
breyta- ↑ Halldór A. Ásgeirsson (28. desember 2014). „Þyrlan sem hellti upp á kampavín“. Morgunblaðið. bls. Bls. 16-17. Sótt 10. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Chronicle 1947 - 1960“. Heli-Archive. Sótt 10. júlí 2022.
- ↑ „Pilot B. Youell standing by airplane wheel“. TuckDB Postcard. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júlí 2022. Sótt 10. júlí 2022.
- ↑ „YOUELL, Alan Bruce Hamilton“. 1933 Who's Who in British Aviation. Sótt 12. júlí 2022.