Kári Stefánsson

íslenskur taugalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Kári Stefánsson (f. 6. apríl 1949) er taugalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (DeCode).

Kári Stefánsson árið 2012

Æviágrip og menntun

breyta

Kári er fæddur 6. apríl 1949 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson útvarpsmaður, rithöfundur og alþingismaður og Sólveig Halldórsdóttir húsmóðir. Kári útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970.[1]

Kári lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1976. Hann fékk doktorsgráðu frá háskólanum 1986. Hann lærði sérgreinalækningar við Háskólann í Chicago þar sem hann lærði taugalækningar, taugameinalækningar, og taugavísindi, og starfaði hjá læknadeild háskólans frá 1983 til 1993. Hann var prófessor við Harvard-háskóla frá 1993 til 1997 og yfirlæknir taugameinalækninga við Beth Israel-sjúkrahúsið í Boston frá 1993 til 1996.[2]

Íslensk erfðagreining

breyta

Kári stofnaði líftæknifyrirtækið Íslenska erfðagreiningu árið 1996 og er forstjóri þess og stjórnarformaður. Yfir 175.000 Íslendingar hafa tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins með því að gefa lífsýni. Lífsýnin eru erfðagreind og þannig er reynt að finna þá erfðabreytileika sem tengjast sjúkdómum.

Bandaríska lyfjafyrirtækið Amgen keypti Íslenska erfðagreiningu árið 2012.

Tilvísanir

breyta
  1. Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.
  2. „Biographies of Delegates S-Y“. Imperial College London. Upprunaleg síða lesin 21. október 2004.