Forsetning (skammstafað sem fs.) er óbeygjanlegt smáorð[1] sem stendur oftast á undan fallorði og stýrir fallinu[1] (veldur því að fallorðið standi í aukafalliþolfalli, þágufalli eða eignarfalli).[1] Margar forsetningar stýra aðeins einu ákveðnu falli:

  • um, gegnum, kringum, umfram, umhverfis stýra þolfalli,
  • frá, að, af, andspænis, ásamt, gagnvart, gegn, gegnt, handa, hjá, með fram, mót, móti, undan, úr stýra þágufalli,
  • til, auk, austan, án, handan, innan, meðal, megin, milli, millum, neðan, norðan, ofan, sakir, sunnan, sökum, utan, vegna, vestan stýra eignarfalli.

Sumar forsetningar (á, eftir, fyrir, í, með, undir, við, yfir) geta stýrt tveimur föllum, t.d. Í stofuna (þf.), Í stofunni (þgf.). Merking ræður þessu; hreyfing eða stefna er alltaf í þolfalli en dvöl eða kyrrstaða í þágufalli; t.d. Hann lagði blaðið á borðið (þf.), blaðið liggur á borðinu (þgf.).

Forsetning og fallorð mynda sameiginlega forsetningarlið; t.d. þeir tala um bóndann (fs. + no.). Fleiri en eitt fallorð geta fylgt forsetningunni og myndað forsetningarliðinn; t.d. frá gamla manninum. Forsetningarliðir mynda merkingarheild og verða ekki slitnir í sundur þótt orðaröðin breytist; t.d. hann kemur í dag, í dag kemur hann.

Forsetning getur staðið ein og sér, þ.e. án fallorðs, en verður þá að atviksorði; t.d. ég þakka fyrir (fallorði sleppt). Að sama skapi eru margar forsetningar upprunalega atviksorð sem verða að forsetningum þegar þau stýra falli, t.d. garðurinn er neðan árinnar.

Orðin fram, heim, inn, út, upp, niður eru aldrei forsetningar í íslensku.

Heimildir

breyta
  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Hugtakaskýringar - Málfræði

Tenglar

breyta