Setningafræði
Setningafræði (sem áður hét orðskipunarfræði) er sú undirgrein málfræði sem fæst við gerð setninga (hvernig orð raðast saman) og setningarliða og innbyrðis tengsl þeirra. Frægust íslenskra bóka um setningafræði er „Íslensk setningafræði“ eftir Jakob Jóh. Smára, sem kom út árið 1920.
Í hverri fullkominni setningu eru tveir meginhlutar; frumlag (það sem eitthvað er sagt um) og umsögn (það sem sagt er um frumlagið). Aðrir setningarhlutar eru sagnfylling, andlag, einkunn og viðlag.
Þrískipting setningarhluta
breytaSetningarhlutum má skipta í 3 hópa eftir hlutverki í setningu og stöðu þeirra. Þessa hópar eru: