Ríkislaus þjóð
Ríkislaus þjóð er þjóðarbrot sem er ekki meirahlutahópur í neinu þjóðríki. Meðlimir í ríkilausri þjóð eru ekki endilega ríkisfangslausir—yfirleitt hafa þeir ríkisfang í ríkinu þar sem þeir búa. Stundum er þeim þó neitað ríkisfang í ríkinu þar sem þeir óska að búa, eða þar sem ættjörð þjóðarbrotsins er. Ríkislausar þjóðir eru ekki viðurkenndar á alþjóðlegum vettvangi, t.d. af íþróttasamtökum svo sem Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) eða alþjóðasamtökum svo sem Sameinuðu þjóðunum.
Ríkislausum þjóðum er annaðhvort dreift yfir fjölda mismunandi ríkja, svo sem Kúrdar í Írak, Tyrklandi, Íran, Armeníu og Sýrlandi), eða eru minnihlutahópur í ákveðnu héraði í stærra ríki, svo sem Úýgúrar í Xinjiang í Kína. Í sumum tilfellum höfðu ríkislausar þjóðar eigin ríki sem var hernumið eða gerðist hluti af öðru ríki, svo sem Tíbet, sem lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1913. Yfirlýsing var ekki viðurkennd og landið var svo hernumið af Kína árið 1951. Kínverska ríkisstjórnin heldur því fram að Tíbet sé ókljúfanlegur hluti af Kína, þar sem tíbeska ríkisstjórnin í útlegð heldur fram að Tíbet sé sjálfstætt ríki undir ólöglegu hernámi.
Sumar þjóðir sem einu sinni voru ríkislausar urðu svo að þjóðríkjum, svo sem Balkanskagaþjóðir eins og Króatar, Serbar, Bosníumenn, Slóvenar, Svartfellingar, Kosóvar og Makedóníumenn. Rómafólk er kannski undantekning við þessa reglu, því það á enga skýra ættjörð og lífir hirðingjalífi, og hefur ekki lýst yfir vilja til að stofna sitt eigið ríki.
Fyrst ekki öll ríki eru þjóðríki er fjöldi þjóða sem búa í fjölþjóðaríki án þess að þær séu teldar ríkislausar.