Tamíl eða Tamílska (தமிழ் tamiḻ; [t̪ɐmɨɻ]) er dravidískt tungumál talað á Indlandi, Srí Lanka og Singapúr. Þau tvö síðarnefndu, Srí Lanka og Singapúr eiga tamílsku sem opinbert tungumál. Það er eitt af tuttugu og tveim skipulögðum tungumálum Indlands og það fyrsta til að verða lýst yfir sem klassískt tungumál af stjórnvöldum Indlands árið 2004. Tamil er einnig talað af verulegum minnihlutahópum í Malasíu, Mauritius og Réunion ásamt því að vera töluð í innflytjendahverfum um allan heim.

Tamílska
தமிழ்
Málsvæði Indland, Srí Lanka, Singapúr
Fjöldi málhafa 77 milljónir
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Indland, Srí Lanka, Singapúr
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ta
ISO 639-2 tam
SIL tam
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Tamílska á Indlandi og Srí Lanka (1961)

Bókmenntir á tamil hafa verið til í yfir tvöþúsund ár. Elsti hluti Tamil bókmennta, Sangam bókmenntir, eru dagsettar frá 300 fyrir krist til 300 eftir krist. Áletranir á tamil frá fyrstu öld fyrir krist og frá annari öld eftir krist hafa fundist í Egyptalandi og Tælandi. Samkvænt könnun frá árinu 2001, voru 1,863 dagblöð gefin út á tamil, og 353 þeirra daglega.

Flokkun

breyta

Tamil telst til dravídamála.

Fræðimenn flokka sögu Tamil í þrjá flokka. Gamla Tamil (300 fyrir krist - 700 CE), Mið Tamil (700-1600) og Modern Tamil (1600-dagsins í dag).

Landfræðileg dreifing

breyta

Í Malasíu, Singapore, Mauritius, Réunion, Suður Afríku, Indónesíu, Tælandi, Búrma, Víetnam, Gana, Fiji, Suriname og Trinidad og Tobago er þó nokkuð af fólki af tamilsku ætterni en fáir tala málið.

Réttarstaða

breyta

Tamil er opinbera tungumál Tamil Nadu fylkisins á Indlandi. Tamil er einnig eitt af opinberu tungumálum Sri Lanka og Singapore. Í Malasíu eru 543 ríkisreknir grunnskólar sem notast við Mið Tamil.

Ritmál

breyta

Tamílska ritmálið (tamílska: தமிழ் அரிச்சுவடி, tamílskt „stafróf“) er ritmál notað til að skrifa tamílsku og einnig önnur minna útbreidd tungumál, svo sem; Badaga, Irulas og Paniya. Einnig notað af Tamílum við ritun á sanskrít. Ritmálið samanstendur af 12 sérhljóðum, 18 samhljóðum og einum sérstökum karakter, āytam. Tamil er skrifað með riti sem kallast vaṭṭeḻuttu. Sérhljóðarnir og samhljóðarnir sameinast og mynda 216 blandaða stafi, sem búa til 247 stafi.

Tamil sérhljóðarnir eru kallaðir uyireḻuttu (uyir – life, eḻuttu – stafir).

Tamil samhljóðarnir eru þekktir sem meyyeḻuttu (mey—body, eḻuttu—stafir).

Númer og tákn

breyta

Fyrir utan venjulega tölustafi hefur tamil einnig tölutákn fyrir 10, 100 og 1000. Tákn fyrir dag, mánuð, ár, debit, kredit, eins og, fyrir ofan, rúpía og numeral.

Heimildaskrá

breyta

Greinin „Tamil language“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.