Finnska
Finnska (suomi) er tungumál rúmlega fimm milljóna manna, aðallega í Finnlandi en einnig í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Finnska tilheyrir flokki finnsk-úgrískra tungumála, en tungumálaættin nær yfir landsvæði frá Noregi, inn í Síberíu og Karpatafjöll. Til þessa málaflokks teljast m.a. tungumál eins og ungverska og eistneska.
Finnska suomi | ||
---|---|---|
Málsvæði | Finnland, Eistland, Svíþjóð (Tornedalur), Noregur (Finnmörk), Norðvestur-Rússland (Karelía) | |
Heimshluti | Norður-Evrópa | |
Fjöldi málhafa | 5 milljónir | |
Sæti | ekki með efstu 100 | |
Ætt | úrölsk mál finnsk-úgrísk mál | |
Skrifletur | Finnsk-sænska stafrófið | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Finnland, Evrópubandalagið og Lýðveldið Karelía | |
Stýrt af | Finnska tungumálastofnunin [1] | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | fi
| |
ISO 639-2 | fin
| |
SIL | FIN
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Saga
breytaSaga fólksins og tungumálsins í Finnlandi er mörgum nokkuð viðkvæmt viðfangsefni. Finnska, eins og mörg önnur tungumál, hefur orðið fyrir miklum menningaráhrifum frá öðrum löndum um langt skeið og er enn í þróun. Saga tungumálsins er forvitnileg en þar til nýlega var því haldið fram að forfeður þeirra Finna, sem nú byggja Finnland, hafi numið þar land fyrir um tvö þúsund árum og hafi komið úr austri. Þó er talið að Finnland hafi verið byggt fólki strax eftir ísöldina fyrir um níu þúsund árum.
Finnska virðist eiga rætur að rekja langt aftur til fortíðar. Sú finnska, sem töluð er af innfæddum nú á dögum, er hinsvegar nokkuð nýleg smíð en ritmálið varð til á 16. öld. Nútímafinnska kom til sögunnar á 19. öld og er sprottin af sterkri hreyfingu þjóðernissinna. Þegar Finnland varð sjálfstætt ríki árið 1917 varð Finnland að ríki þar sem töluð eru tvö tungumál, finnska og sænska. Þessi tvö tungumál teljast nú bæði opinber tungumál Finnlands þrátt fyrir að finnska sé ríkjandi en um 290.000 hafa sænsku að móðurmáli í landinu.
Málfræði
breytaÍ finnsku er hvorki ákveðinn né óákveðinn greinir. Nafnorð hafa ekkert málfræðilegt kyn og lýsingarorð taka því engum slíkum beygingum. Ennfremur er enginn greinarmunur gerður á kynjum í persónu- og eignarfornöfnum þriðju persónu. Fleirtala er mynduð með viðskeytinu -t í nefnifalli og þolfalli, -t eða -i- eða báðum í eignarfalli og -i í öllum öðrum föllum. Ef persónulegu eignarviðskeyti er bætt við nefnifall eða þolfall í fleirtölu er t-viðskeytið ekki notað og fleirtölumerking skilst þá af samhenginu. Nafnorð hafa fimmtán föll: nefnifall, þolfall, eignarfall, verufall, deildarfall, áhrifsfall, íverufall, úrferðarfall, íferðarfall, nærverufall, sviptifall, áferðarfall, aðferðarfall, samvistarfall og fjarverufall. Aðferðarfall, samvistarfall og fjarverufall eru nær eingöngu notuð í ritmáli.
Stafsetning er næsta hljóðrétt, það er að segja lítill sem enginn munur er á því hvernig málið er ritað og talað. Sérhljóðin a, o og ö eru eins og í íslensku, [i] er borið fram sem í, [e] sem i og [ä] (a með tvípunkti) sem e, [y] sem u og [u] sem ú. Samhljóðin [b], [g] og [f] koma aðeins fyrir í nýlegum tökuorðum, það er að segja þessi hljóð eru ekki til í orðum af finnskum uppruna. Sagnorð beygjast í persónum og tölum. Persónuendingar sagnorða eru: 1.p.et. -n, 2.p.et. -t, 3.p.et. -o, 1.p.flt. -me, 2.p.flt. -te, 3.p.flt. -vat. Óvíst er hvort augljós líkindi persónuendinga og þá sérstaklega 1. og 2. persónu fleirtölu við indóevrópsk mál sé til komin fyrir áhrif frá þeim eða fyrir tilviljun enda ekki gott að skyggnast aftur í fornöld. Þá má nefna að spurning er ekki mynduð með umröðun orða heldur sérstöku spurnarviðskeyti (við sagnorð) -ko. Þannig væri “þú ert klikkaður” - olet hullu, en “ert þú klikkaður?” - oletko hullu?