Norska

norður-germanskt tungumál talað í Noregi

Norska er norrænt tungumál, sem talað er í Noregi. Er hluti af germanskri grein indóevrópsku málaættarinnar. Norska hefur þróast úr fornnorrænu svipað hinum vesturnorrænu málunum en hefur orðið fyrir miklum dönskum áhrifum vegna þess að frá 16. og fram á 19. öld var danska eina ritmálið í Noregi. (Danmörk og Noregur voru í ríkjasambandi frá 1380 til 1814). Norðmenn og Svíar geta talað sitt mál og skilið hvern annan ágætlega, það sama á við með Norðmenn og Dani þó að það sé ekki eins auðvelt. Hins vegar eru skrifuð norska (sérlega bókmál) og danska afar líkar.

Norska
norsk
Málsvæði Noregur (og svæði í Bandaríkjunum)
Heimshluti Norður Evrópu
Fjöldi málhafa 5,3 milljónir
Sæti ekki meðal 100 efstu
Ætt indó-evrópsk mál

 germönsk mál
  norður-germönsk mál
   (undirgrein umdeild)
     norska

Skrifletur Dansk-norska stafrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Noregs Noregur
Stýrt af Norsk språkråd - Norska málnefndin
Tungumálakóðar
ISO 639-1 no (Norsk)

nb (Bokmål)
nn (Nynorsk)

ISO 639-2 nor (Norsk)

nob (Bokmål)
nno (Nynorsk)

SIL NRR (Bokmål)

NRN (Nynorsk)

ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Norska hefur þróast úr frumnorrænu (n. urnordisk) sem var notað fyrstu 1000 ár okkar tímatals í Skandinavíu. Dæmi um þetta mál má finna víða ritað með rúnum. Á víkingatímanum (u.þ.b. 800-1050) fór þetta mál að skiptast í tvennt, austurnorrænt (sem varð að forndönsku og fornsænsku) og vesturnorrænt, en hið síðarnefnda er oft kallað norræna (sem varð forníslenska og fornnorska).

Upp úr 1100 náði latneska stafrófið útbreiðslu í Noregi. Norræna var töluð í Noregi, á Íslandi og í Færeyjum og er það afbrigði sem var talað í Noregi kallað fornnorska (n. gammelnorsk). Fornnorska var töluð og skrifuð milli áranna u.þ.b. 750 og u.þ.b. 1350.

Árið 1350 dó norska ritmálið nánast út því flestir ritfærir menn dóu úr svarta dauða. Eftir það varð ritmál í noregi eins konar blanda af norsku, dönsku og sænsku. Það er stundum kallað millinorska (n. mellomnorsk). Vegna sameiningar Noregs og Danmerkur (sjá Dansk-norska ríkið) og siðakiptanna árið 1536 (þ.e. í Noregi) varð danska smátt og smátt eina ritmálið í Noregi. Noregur var sameinaður Danmörku til ársins 1814 (Noregur fékk þá eigin stjórnarskrá þann 17. maí sem nú er þjóðhátíðardagur Noregs) og fram til ársins 1850 var danska eina opinbera ritmálið í Noregi.

Í kringum 1830 hófust umræður um að Noregur ætti að hafa sitt eigið ritmál. Noregur var á þessum tíma í ríkjasambandi með Svíþjóð, milli 1814 og 1905. Þátttakendur í umræðunni skiptust í tvo hópa. Annar hópurinn vildi að Noregur myndi þróa alveg nýtt ritmál á grunni mállýskna landsins. Sá hópur var með Ivar Aasen í fararbroddi og kallaði nýja ritmálið landsmál (n. landsmål). Árið 1929 fékk landsmálið opinbera nafnið nýnorska (n. nynorsk). Hinn hópurinn vildi gera danska ritmálið „norskulegra“ með að skipta út dönskum orðum fyrir norsk í smátt og smátt. Forsprakki þess hóps var Knud Knudsen. Það mál var kallað ríkismál (n. riksmål) en árið 1929 ákvað Stórþingið að það skyldi kallast bókmál.

Upp úr 1900 reyndu menn að gera landsmálið og ríkismálið líkari hvort öðru og reyna að fá útkomu sem yrði samnorskt ritmál. Til að fá þetta í gegn voru gerðar stórar málabreytingar árin 1917, 1938 og 1959. Samnorskan mætti miklu mótlæti bæði frá bókmáls-/ríkismálsmönnum og nýnorsku-/landsmálsmönnum. Árið 1966 var framkvæmd um sameiningu málanna lögð af. Í dag eru bæði bókmál og nýnorska opinber ritmál í Noregi.

Mállýskur

breyta
 
Norskar mállýskur skiptast í fjóra aðalflokka, kortið sýnir útbreiðslu þeirra: norðurnorskar í gulum lit, þrændamál í dökkbláum, vesturlenskar í gulrauðum og austurlenskar í ljósbláum.

Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Það er nánast einstakt í heiminum að mállýskur hafi formlega jafn sterka stöðu eins og þær hafa í Noregi. Þótt skylt sé að nota bæði opinberu málin í skólakerfinu er notkun mállýskna mjög útbreidd hvort heldur er í ríkisútvarpi, á opinberum samkomum eða í einkasamtölum. Þéttbýlismyndunin hefur þó smám saman jafnað út mállýskumuninn en það hefur svo orðið til þess að svæðisbundnum málaafbrigðum hefur fækkað. Helstu mállýskusvæðin nú á dögum eru í Vestur-Noregi. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algeng hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál.

Ritmál

breyta
 
Ritmál eftir sveitarfélögum

Í norsku eru tvö opinber ritmál:

  • bókmál (bokmål), ritmál sem einkennist mjög af dönskum áhrifum eftir mörg hundruð ára stjórn Dana
  • nýnorska (nynorsk), ritmál sem var búið til af Ivar Aasen um miðja 19. öld og byggði hann það aðallega á vesturnorskum mállýskum sem hann áleit minnst mengaðar. Nýnorska hefur á seinni árum verið aðlöguð talmáli í Nordland, Troms og strandhéruðum í kring um Telemark og Vestfold

Um 86.2% nemenda í norskum grunnskólum hafa valið að nota bókmál og um það bil 13.8% nýnorsku. Allir nemendur verða þó að læra bæði málaformin. Þess er krafist að opinberir starfsmenn geti skrifað bæði málin.

Af 431 sveitarfélögum í Noregi hafa 160 bókmál sem opinbert ritmál sveitarfélagsins og 114 nýnorsku en 157 sveitarfélög eftirláta einstaklingum sem vinna hjá hinu opinbera að velja form.

Norska og danska nota sama 29 bókstafi:

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Ø Å
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z æ ø å

Málfræðiágrip

breyta

Fjöldi kynja nafnorða í norsku eru nokkuð umdeild en eru oftast talin þrjú: karlkyn (k), kvenkyn (kv) og hvorugkyn (h). Nánar tiltekið hefur nýnorska þrjú kyn: karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, en bókmál getur haft hvort sem er, tvö eða þrjú kyn.

Það sem kallast á norsku „radikalt bokmål“ hefur sömu þrjú kyn og nýnorska (og íslenska) en það sem kallast „moderat bokmål“ hefur tvö kyn: samkyn og hvorugkyn (líkt og danska). Almennt er talað um að bókmál hafi þrjú kyn og að kvenkynsorð megi einnig nota eins og karlkynsorð. (Munurinn felst í ákveðnum viðskeyttum greini og lausum óákveðnum greini.)

Bókmál
kk. en gutt
(drengur)
gutten
(drengurinn)
gutter
(drengir)
guttene [gutta]
(drengirnir)
kv. ei jente [en jente]
(stúlka)
jenta [jenten]
(stúlkan)
jenter
(stúlkur)
jentene
(stúlkurnar)
h. et hus
(hús)
huset
(húsið)
hus
(hús)
husene/husa
(húsin)
Nýnorska
kk. ein gut
(drengur)
guten
(drengurinn)
gutar
(drengir)
gutane
(drengirnir)
kv. ei sol
(sól)
sola/soli
(sólin)
soler
(sólir)
solene
(sólirnar)
ei kyrkje [kyrkja]
(kyrkja)
kyrkja
(kyrkjan)
kyrkjer/kyrkjor
(kyrkjur)
kyrkjene/kyrkjone
(kyrkjurnar)
h. eit hus
(hús)
huset
(húsið)
hus
(hús)
husa/husi
(húsin)

Eftirfarandi eru nokkur dæmi um muninn á bókmáli og nýnorsku samanborið við nokkrar aðrar tegundir norsku, dönsku, sænsku, fornnorrænu, færeysku og íslensku:

Tungumál Orðasamband
Ég kem frá Noregi Hvað heitir hann? Þetta er hestur Regnboginn er marglitur Svifnökkvinn minn er fullur af álum
bókmál Jeg kommer fra Norge Hva heter han? Dette er en hest Regnbuen har mange farger Luftputebåten min er full av ål
ríkismál Regnbuen har mange farver
danska Hvad hedder han? Min luftpudebåd er fyldt med ål
hánorska Eg kjem(er) frå Noreg/Norig Kva(t) heiter han? Detta er ein hest Regnbogen hev(e) mange lìter
Regnbogen er manglìta
Svivebåten min er full av ål
Luftputebåten min er full av ål
nýnorska Eg kjem frå Noreg Dette er ein hest Regnbogen har mange leter
Regnbogen er mangleta
Svevebåten min er full av ål
fornnorræna Ek kem frá Noregi Hvat heitir hann? Þetta er hestr Regnboginn er marglitr Skýschiff mínn er fullr af áll
sænska Jag kommer från Norge Vad heter han? Detta är en häst Regnbågen har många färger Svävaren min är full med ålar
færeyska Eg komi frá Noreg/Norra Hvussu eitur hann? Hetta er ein hestur Ælabogin hevur nógvar litir Luftpútufar mítt er fult í álli!

Tengt efni

breyta