1905
ár
(Endurbeint frá Október 1905)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1905 (MCMV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breytaAtburðir
breyta- 1. apríl - Gullæðið í Reykjavík: Fréttir af gullfundi voru í landi höfuðborgarinnar.
- 26. júní - Fyrsta loftskeytið var móttekið.
- 1. ágúst - Bændur mótmæltu lagningu ritsímans í miðbæ Reykjavíkur. Þeir töldu að Marconi-félagið væri með betri kost í loftskeytasendingum.
- 29. ágúst - Þjóðræðisflokkurinn stofnaður og Framsóknarflokkurinn (fyrri) lagður niður.
- 12. október - Verzlunarskóli Íslands settur í fyrsta sinn.
- 18. október - Alliance hf., fyrsta togaraútgerðarfélag Íslands stofnað.
- 28. nóvember - Gosdrykkjagerðin Sanitas stofnuð.
- Laugardalshreppur stofnaður þegar Grímsneshreppi var skipt í tvennt.
- Ægir, tímarit um fiskveiðar og sjávarútvegsmál stofnað.
Fædd
- 12. desember - Alfreð Gíslason, læknir og stjórnmálamaður (d. 1990).
Dáin
Erlendis
breytaAtburðir
breyta- 1. janúar - Stríð Rússlands og Japans: Rússneski hershöfðinginn Anatolí Stessel, lætur af hendi Port Arthur við Kína, til Japana.
- 5. janúar - Fótboltafélagið Central Español stofnað í Úrúgvæ.
- 14. janúar - Jens Christian Christensen verður forsætisráðherra Danmerkur.
- 22. janúar - Friðsælir mótmælendur eru myrtir við vetrahöllina í Sankti Pétursborg. Það leiðir til uppreisnar síðar á árinu sem er bæld niður.
- 2. mars - Trúfrelsi er komið á í Rússlandi.
- 19. mars - Takmarkaða afstæðiskenningin er sett fram af Albert Einstein.
- 20. mars - Játvarður 7. Bretlandskonungur viðurkennir embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 23. apríl - Þýski hershöfðinginn Lothar von Trotha fyrirskipar hermönnum sínum í þýsku nýlendunni Südwestafrika (í Namibíu) að útrýma Nama-þjóðflokknum.
- 28. maí - Rússneski flotinn bíður mikinn ósigur í orrustunni við Tsushima og missir 14.000 menn. Japanir missa aðeins 800.
- 7. júní - Sænsk-norska sambandið líður undir lok. Noregur hlýtur sjálfstæði.
- 13. júní - Þeódoros Diligiannis forsætisráðherra Grikklands er ráðinn af dögum.
- 1. september - Alberta og Saskatchewan verða að fylkjum innan Kanada.
- 5. september - Rússar og Japanir semja um frið. Rússland gefur eftir Sakalín-eyju og svæði í Mansjúríu.
- 8. september - Jarðskjálfti á Kalabría á suður-Ítalíu; allt að 2.500 látast.
- 1. september - Knattspyrnuliðið Crystal Palace F.C. er stofnað.
- 5. október - Wright-bræður fljúga flugvél í 39 mínútur; fyrsta flugið þar sem flugtími fer yfir hálftíma.
- 2. desember – Norsk Hydro er stofnað.
Fædd
- 1. janúar - Roberto Gayón, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 17. janúar - Guillermo Stábile, argentínskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 1966).
- 18. janúar - Enrique Ballesteros, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1969).
- 2. febrúar - Ayn Rand, rithöfundur (d. 1982)
- 8. febrúar - Preguinho, brasilískur knattspyrnumaður (d. 1979).
- 24. maí - Míkhaíl Sholokhov, sovéskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1984).
- 21. júní - Jean-Paul Sartre, heimspekingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi 1964 (d. 1980)
- 24. september - Severo Ochoa, spænskur og bandarískur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1993).
Dáin
- 9. janúar - Louise Michel, frönsk byltingarkona (f. 1830).