Enrique Ballesteros

Enrique Ballesteros (f. 18. janúar 1905 - d. 11. október 1969) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ. Hann var í fyrsta sigurliði Úrúgvæ á HM 1930.

Ævi og ferill breyta

Enrique Ballesteros hóf feril sinn sem markvörður hjá Miramar Misiones árið 1924. Þaðan lá leið hans til Rampla Juniors þar sem hann lék á árunum 1925 til 1934 og varð hann úrúgvæskur meistari með liðinu árið 1927. Frá 1935 til 1937 var hann í herbúðum Peñarol og varð þrívegis landsmeistari, uns skæður lungnasjúkdómur varð til þess að hann þurfti til að leggja hanskana á hilluna.

Landsliðsferill Ballesteros spannaði nítján leiki á átta ára tímabili frá 1930 til 1937. Hann stóð milli stanganna í öllum fjórum leikjum Úrúgvæ þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli árið 1930. Fyrir mótið var ekki talið að hann yrði fyrsti kostur í markvarðarstöðuna en færið gafst þegar aðalmarkvörðurinn, Favorite Mazali, var settur út úr liðinu fyrir að hafa í leyfisleysi yfirgefið hótel landsliðsins til að hitta ástkonu sína. Ballesteros varð einnig Suður-Ameríkumeistari árið 1935.

Hann lést í Montevideo árið 1969, 64 ára að aldri.

Heimildir breyta