Roberto Carlos da Silva (fæddur þann 10. apríl árið 1973) í Garça, São Paulo) er brasilískur fyrrum knattspyrnumaður. Síðasti leikur hans sem knattspyrnumaður var sem spilandi þjálfari indverska félagsins Delhi Dynamos árið 2015. Roberto Carlos er talinn vera einn besti vinstri bakvörður í fótbolta frá upphafi. Hann hafði ötulan leikstíl en mest af öllu var það banvæni skotfóturinn sem hann var þekktur fyrir.

Roberto Carlos árið 2011.

Meðal félaga sem hann lék með, má nefna Palmeiras, Inter Milan, Real Madrid, Fenerbahçe og Anzji.

Carlos á yfir 100 landsleiki að baki fyrir Brasilíu og tók þátt í að vinna HM 2002 eftir að hafa tekið silfur á HM 1998. Hann varð heimsfrægur eftir að hafa skorað ótrúlega aukaspyrnu gegn Frakklandi árið 1997.

Í desember 2004 fékk Roberto Carlos spænskan ríkisborgararétt en hélt áfram að spila fyrir Brasilíu.