Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986 eða HM 1986 var haldið í Mexíkó dagana 31. maí til 29. júní. Þetta var þrettánda heimsmeistarakeppnin og urðu Argentínumenn meistarar í annað sinn eftir sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum. Diego Maradona, fyrirliði Argentínu, var í aðalhlutverki hjá sínum mönnum og skoraði minnisstæð mörk. Englendingurinn Gary Lineker varð markakóngur keppninnar með sex mörk.

Diego Maradona fagnar með bikarnum. Argentína vann mótið ósigrað
Diego Maradona fagnar með bikarnum. Argentína vann mótið ósigrað

Líkt og fjórum árum fyrr voru þátttökuliðin á mótinu 24 talsins. Tekið var upp nýtt keppnisfyrirkomulag, þar sem hætt var með milliriðla en þess í stað farið beint í sextán liða útsláttarkeppni eftir riðlakeppnina.

Val á gestgjöfum

breyta

Árið 1973 sóttist knattspyrnusamband Kólumbíu eftir því að halda HM 1986. Umsóknin vakti athygli, til að mynda hafði landið á þeim tímapunkti aldrei haldið úrslitakeppni Copa America og skorti ýmsa mikilvæga innviði. Á hinn bóginn hafði Kólumbía tveimur árum fyrr haldið Ameríkuleikana í íþróttum og náinn vinskapur var á milli forseta knattspyrnusambandsins og Stanley Rous forseta FIFA. Kólumbíumenn fengu mótinu úthlutað á FIFA-þinginu árið 1974.

Eftir því sem tíminn leið tóku tvær grímur að renna á marga íbúa Kólumbíu. Geypilegur kostnaður við HM 1978 í Argentínu var talið víti til varnaðar. Fjölgun þátttökuliða á HM 1982 úr 16 í 24 var líka talin hleypa kostnaðinum mikið upp þótt João Havelange, forseti FIFA, hafi tekið jákvætt í að fækka keppnisþjóðum tímabundið aftur. Mestu skipti þó að forseti landsins, Julio César Turbay Ayala var neikvæður í garð þess að halda mótið og stjórn hans gerði lítið til að undirbúa það.

Lokahátíð HM á Spáni lauk með því að dreginn var út gríðarstór borði þar sem gestir voru boðnir velkomnir til Kólumbíu fjórum árum síðar. Í nóvember sama ár urðu skipuleggjendur keppninnar þó að gefa hana frá sér vegna peningaskorts. Vaxandi óöld í Kólumbíu vegna vinstrisinnaðra skæruliða og uppgangs eiturlyfjahringa áttu vafalítið þátt í að FIFA féllst þegar á þessa ósk. Fjórar þjóðir buðust til þess að hlaupa í skarðið. Það voru Brasilía, sem dró sig fljótlega til baka, Kanada, Mexíkó og Bandaríkin.

Þrátt fyrir að knattspyrnuyfirvöld í Bandaríkjunum hefðu meiri áhuga á að halda HM 1994, eins og síðar varð raunin, skiluðu þau inn metnaðarfullri umsókna og það sama gilti um Kanadamenn. Fulltrúum beggja landa varð því lítt skemmt þegar Mexíkó varð fyrir valinu í maí 1983, þrátt fyrir að hafa skilað mjög efnislítilli umsókn, með völlum sem ekki uppfylltu kröfur FIFA. Fulltrúar Mexíkó voru hins vegar vel tengdir í stjórnkerfi alþjóðaknattspyrnunnar, auk þess sem landið gat státað af mun meiri fótboltahefð en grannar þess í norðri. Mexíkó varð því fyrsta landið í sögunni til að fá úthlutað heimsmeistaramóti í annað sinn.

Árið 1985 riðu harðir jarðskjálftar yfir Mexíkó með mikilli eyðileggingu. Um tíma var óttast að aflýsa þyrfti mótinu eða finna því enn nýjan stað, en að lokum ákváðu stjórnvöld að halda sínu striki og láta keppnina fara fram.

Undankeppni

breyta

121 þjóð skráði sig til leiks í undankeppninni og börðust þær um 22 laus sæti, til viðbótar við heimamenn og ríkjandi heimsmeistara. Evrópuliðin kepptu í fjórum fimm liða riðlum, sem hver um sig gaf tvö sæti í úrslitakeppninni og þremur fjögurra liða riðlum þar sem annað sætið fór í umspil annað hvort innan álfunnar eða við fulltrúa Eyjaálfu. Portúgal komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn frá HM 1966 með því að ná öðru sæti á eftir Vestur-Þjóðverjum en á kostnað liða Svíþjóðar og Tékkóslóvakíu.

Danir höfðu betur gegn Sovétmönnum og komust í fyrsta sinn í úrslitakeppni. Sterk lið á borð við Austurríki og Júgóslavíu máttu sitja heima. Ísland vann 1:0 sigur á Wales í upphafsleik síns riðils en tapaði öllum öðrum leikjum. Úrslitin urðu þó afdrifarík því þau kostuðu Wales sæti í umspili. Það kom í hlut Skota sem enduðu á að leggja Ástrali í tveggja leikja einvígi og komu sér til Mexíkó. Grannþjóðirnar Belgía og Holland léku umspilsleiki um síðasta lausa sæti Evrópu. Hvort lið vann sinn leikinn en Belgar fóru áfram á útivallarmarkareglunni.

Suður-Ameríkukeppnin fór fram í þremur riðlum, þar sem sigurvegararnir Argentína, Brasilía og Úrúgvæ fóru beint í úrslit. Paragvæ varð fjórða liðið eftir umspil.

Í Afríku höfðu lið frá álfunni norðanverðri talsverða yfirburði og komu öll fjögur liðin í undanúrslitunum frá Miðjarðarhafssvæðinu. Marokkó og Alsír tryggðu sér farseðlana. Kanada varð óvæntur fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku í fyrsta sinn. Í Asíu var forkeppninni svæðisskipt þar sem vesturhlutinn fékk eitt sæti í úrslitunum en austurhlutinn hitt. Írak komst í fyrsta og enn sem komið er í eina skiptið í úrslit HM. Afrekið var þeim mun meira í ljósi þess að liðið þurfti að leika alla leiki á útivöllum eða hlutlausum völlum vegna stríðsins við Íran. Í austurhlutanum vann Suður-Kórea allar viðureignir sínar og komst í úrslit í fyrsta sinn frá HM 1954.

Þátttökulið

breyta

Tuttugu og fjórar þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

Lukkudýr

breyta

Einkennistákn mótsins var Pique, sem var jalapeño-kryddbelgur, en það krydd er einmitt mikið notað í mexíkanskri matargerðarlist. Pique var með barðastóran sombrero-hatt á höfði og veglegt yfirvaraskegg. Ekki kunnu allir heimamenn að meta persónuna, sem þótti mjög minna á gamaldags staðalmyndir af Mexíkóum.

Leikstaðir

breyta

Keppt var í ellefu borgum víðs vegar um Mexíkó. Flestir leikirnir fóru fram í höfuðborginni, þar af fjórir á Olimpico Universitario Stadium og níu viðureignir á Azteca-leikvangnum, þar á meðal opnunarleikurinn og úrslitaleikurinn sjálfur. Jalisco-leikvangurinn í Guadalajara hýsti sjö leiki og Cuauhtémoc-leikvangurinn í Puebla fimm.

Mexíkóborg Guadalajara Puebla
Estadio Azteca Estadio Olímpico Universitario Estadio Jalisco Estadio Cuauhtémoc
Áhorfendur: 114,600 Áhorfendur: 72,212 Áhorfendur: 66,193 Áhorfendur: 46,416
       
San Nicolás de los Garza Querétaro Nezahualcóyotl Monterrey
Estadio Universitario Estadio La Corregidora Estadio Neza 86 Estadio Tecnologico
Áhorfendur: 43,780 Áhorfendur: 38,576 Áhorfendur: 34,536 Áhorfendur: 33,805
       
Toluca Irapuato León Zapopan
Estadio Nemesio Díez Estadio Sergio León Chávez Estadio Nou Camp Estadio Tres de Marzo
Áhorfendur: 32,612 Áhorfendur: 31,336 Áhorfendur: 30,531 Áhorfendur: 30,015
       

Keppnin

breyta

Liðunum 24 var skipt niður í sex riðla. Tvö efstu liðin fóru áfram úr hverjum riðli og þau fjögur lið sem bestum árangri náðu í þriðja sæti sömuleiðis.

Riðlakeppni

breyta

A-riðill

breyta

Heimsmeistarar Ítala ollu vonbrigðum með því að gera einungis jafntefli við Búlgara í opnunarleik keppninnar. Stórmeistarajafntefli í leik Argentínu og Ítalíu í annarri umferðinni gerði það að verkum að Ítalir urðu að vinna Suður-Kóreu í loka leiknum. Asíska liðið vakti athygli fyrir góðan leik þótt það uppskæri einungis eitt stig og sæti eftir í riðlinum. Argentína þurfti lítið fyrir toppsætinu að hafa.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Argentína 3 2 1 0 6 2 -4 5
2   Ítalía 3 1 2 0 5 4 +1 4
3   Búlgaría 3 0 2 1 2 4 -2 2
4   Suður-Kórea 3 0 1 2 4 7 -3 1
31. maí 1986
  Búlgaría 1-1   Ítalía Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 96.000
Dómari: Erik Fredriksson
Sirakov 85 Altobelli 44
2. júní 1986
  Argentína 3-1   Suður-Kórea Estadio Olímpico Universitario, Mexíkóborg
Áhorfendur: 60.000
Dómari: Victoriano Sánchez Arminio
Valdano 6, 46, Ruggeri 18 Park Chang-sun 73
5. júní 1986
  Ítalía 1-1   Argentína Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 32.000
Dómari: Jan Keizer
Altobelli 6 Maradona 34
5. júní 1986
  Suður-Kórea 1-1   Búlgaría Estadio Olímpico Universitario, Mexíkóborg
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Fallaj Al Shanar
Kim Jong-boo 70 Getov 11
10. júní 1986
  Suður-Kórea 2-3   Ítalía Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 20.000
Dómari: David Socha
Choi Soon-ho 62, Huh Jung-moo 84 Altobelli 17, 73, Cho Kwang-rae 82 (sjálfsm.)
10. júní 1986
  Argentína 2-0   Búlgaría Estadio Olímpico Universitario, Mexíkóborg
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Berny Ulloa Morera
Valdano 4, Burruchaga 77

B-riðill

breyta

Írakar kepptu á sínu fyrsta og enn sem komið er eina heimsmeistaramóti. Lið þeirra tapaði öllum leikjunum með minnsta mun og fór stigalaust heim. Gestgjafar Mexíkóa hirtu efsta sæti riðilsins með fimm stig og Belgar máttu sætta sig við þriðja sætið á eftir Paragvæ en liðin gerðu 2:2 jafntefli í lokaleiknum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Mexíkó 3 2 1 0 4 2 +2 5
2   Paragvæ 3 1 2 0 4 3 -2 4
3   Belgía 3 1 1 1 5 5 0 3
4   Írak 3 0 0 3 1 4 -3 0
3. júní 1986
  Belgía 1-2   Mexíkó Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 110.000
Dómari: Carlos Espósito
Vandenbergh 45 Quirarte 23, Sánchez 39
4. júní 1986
  Paragvæ 1-0   Írak Estadio Nemesio Díez, Toluca
Áhorfendur: 24.000
Dómari: Edwin Picon-Ackong
Romerito 35
7. júní 1986
  Mexíkó 1-1   Paragvæ Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 114.600
Dómari: George Courtney
Flores 3 Romerito 85
8. júní 1986
  Írak 1-2   Belgía Estadio Nemesio Díez, Toluca
Áhorfendur: 20.000
Dómari: Jesús Díaz
Radhi 59 Scifo 16, Claesen 21
11. júní 1986
  Paragvæ 2-2   Belgía Estadio Nemesio Díez, Toluca
Áhorfendur: 16.000
Dómari: Bogdan Dotchev
Cabañas 50, 76 Vercauteren 30, Veyt 59
11. júní 1986
  Írak 0-1   Mexíkó Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 103.763
Dómari: Zoran Petrović
Quirarte 54

C-riðill

breyta
 
Frakkinn Platini í leik gegn Kanadamönnum.

Sovétmenn sigruðu í riðlinum og unnu stærsta sigurinn á HM 1986, þegar þeir skelltu Ungverjum 6:0. Það þýddi að Ungverjar komust ekki í 16-liða úrslitin þrátt fyrir að vinna einn sigur, á Kanadamönnum sem töpuðu öllum leikjum sínum. Frakkar fylgdu Sovétmönnum áfram í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Sovétríkin 3 2 1 0 9 1 +8 5
2   Frakkland 3 2 1 0 5 1 +4 5
3   Ungverjaland 3 1 0 2 2 9 -7 2
4   Kanada 3 0 0 3 0 5 -5 0
1. júní 1986
  Kanada 0-1   Frakkland Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 24.000
Dómari: Edwin Picon-Ackong
Papin 79
2. júní 1986
  Sovétríkin 6-0   Ungverjaland Estadio Sergio León Chavez, Irapuato
Áhorfendur: 16.500
Dómari: Luigi Agnolin
Yakovenko 2, Aleinikov 4, Belanov 24, Yaremchuk 66, Dajka 73 (sjálfsm.), Rodionov 80
5. júní 1986
  Frakkland 1-1   Sovétríkin Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 36.540
Dómari: Romualdo Arppi Filho
Fernandez 62 Rats 53
6. júní 1986
  Ungverjaland 2-0   Kanada Estadio Sergio León Chavez, Irapuato
Áhorfendur: 13.800
Dómari: Jamal Al Sharif
Esterházy 2, Détári 75
9. júní 1986
  Ungverjaland 0-3   Frakkland Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 31.420
Dómari: Carlos Silva Valente
Stopyra 62, Tigana 62, Rocheteau 84
9. júní 1986
  Sovétríkin 2-0   Kanada Estadio Sergio León Chavez, Irapuato
Áhorfendur: 14.200
Dómari: Idrissa Traoré
Blokhin 58, Zavarov 74

D-riðill

breyta

Norður-Írar og Alsíringar voru bæði spútniklið á HM 1982, en ollu vonbrigðum að þessu sinni. Jafntefli þeirra í fyrsta leik reyndist bræðrabylta, þar sem Spánverjar og Brasilíumenn reyndust of stór biti fyrir bæði lið. Brasilíumenn sigruðu í riðlinum eftir 1:0 sigur á Spáni í fyrsta leik.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Brasilía 3 3 0 0 9 1 +8 5
2   Spánn 3 2 0 1 5 2 +3 4
3   Norður-Írland 3 0 1 2 2 6 -4 1
4   Alsír 3 0 1 2 1 5 -4 1
1. júní 1986
  Spánn 0-1   Brasilía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 35.748
Dómari: Chris Bambridge
Sócrates 62
3. júní 1986
  Alsír 1-1   Norður-Írland Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 22.000
Dómari: Valeri Butenko
Zidane 59 Whiteside 6
6. júní 1986
  Alsír 0-1   Brasilía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Rómulo Méndez
Careca 66
7. júní 1986
  Norður-Írland 1-1   Spánn Estadio Tres de Marzo, Guadalajara
Áhorfendur: 28.000
Dómari: Horst Brummeier
Clarke 46 Butragueño 1, Salinas 18
12. júní 1986
  Norður-Írland 0-3   Brasilía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 51.000
Dómari: Siegfried Kirschen
Careca 15, 87, Josimar 42
12. júní 1986
  Alsír 0-3   Spánn Estadio Tecnológico, Monterrey
Áhorfendur: 23.980
Dómari: Shizuo Takada
Calderé 15, 68, Olaya 70

E-riðill

breyta

Tvö jafntefli, gegn Skotum og Vestur-Þjóðvejum, dugðu liði Úrúgvæ til að komast í næstu umferð þrátt fyrir 6:1 ósigur á móti Dönum. Skotar ollu stuðningsmönnum sínum vonbrigðum og fengu bara eitt stig. Danir urðu óvænt efstir í riðlinum eftir sætan 2:0 sigur á grönnum sínum Vestur-Þjóðverjum, en þýska liðið grét þurrum tárum enda gaf annað sætið mun viðráðanlegri andstæðing í 16-liða úrslitunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Danmörk 3 3 0 0 9 1 +8 6
2   Vestur-Þýskaland 3 1 1 1 3 4 -1 3
3   Úrúgvæ 3 0 2 1 2 7 -5 2
4   Skotland 3 0 1 2 1 3 -2 1
4. júní 1986
  Úrúgvæ 1-1   Vestur-Þýskaland Estadio La Corregidora, Querétaro
Áhorfendur: 30.500
Dómari: Vojtěch Christov
Alzamendi 4 Allofs 84
4. júní 1986
  Skotland 0-1   Danmörk Estadio Neza 86, Nezahualcóyotl
Áhorfendur: 18.000
Dómari: Lajos Németh
Elkjær 57
8. júní 1986
  Vestur-Þýskaland 2-1   Skotland Estadio La Corregidora, Querétaro
Áhorfendur: 30.000
Dómari: Ioan Igna
Völler 23, Allofs 49 Strachann18
8. júní 1986
  Danmörk 6-1   Úrúgvæ Estadio Neza 86, Nezahualcóyotl
Áhorfendur: 26.500
Dómari: Antonio Márquez Ramírez
Elkjær 11, 67, 80, Lerby 41, Laudrup 52, J. Olsen 88 Francescoli 45
13. júní 1986
  Danmörk 2-0   Vestur-Þýskaland Estadio La Corregidora, Querétaro
Áhorfendur: 36.000
Dómari: Alexis Ponnet
J. Olsen 43, Eriksen 62
13. júní 1986
  Skotland 0-0   Úrúgvæ Estadio Neza 86, Nezahualcóyotl
Áhorfendur: 20.000
Dómari: Joël Quiniou

F-riðill

breyta

Fyrirfram var búist við harðri baráttu Evrópuþjóðanna þriggja um toppsætið í F-riðli. Annað kom þó á daginn. Marokkó gerð jafntefli við Pólverja og Englendinga og skellti svo Portúgölum í lokaleiknum, 3:1. Portúgalska liðið mátti sætta sig við botnsætið þrátt fyrir sigur á Englendingum, en leikmenn Portúgal eyddu mestöllu undirbúningstímabilinu fyrir mótið í harðri kjaradeilu við knattspyrnusambandið þar sem þeir vildu hærri launagreiðslur. Gary Linkeker skoraði þrennu fyrir England í lokaleiknum gegn Pólverjum sem kom liði hans áfram í keppninni.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Marokkó 3 1 2 0 3 1 -2 4
2   England 3 1 1 1 3 1 +2 3
3   Pólland 3 1 1 1 1 3 -2 3
4   Portúgal 3 1 ö 2 4 7 -3 2
2. júní 1986
  Pólland 0-0   Marokkó Estadio Universitario, Monterrey
Áhorfendur: 19.900
Dómari: José Luis Martínez Bazán
3. júní 1986
  Portúgal 1-0   England Estadio Tecnológico, Monterrey
Áhorfendur: 23.000
Dómari: Volker Roth
Carlos Manuel 75
6. júní 1986
  England 0-0   Pólland Estadio Tecnológico, Monterrey
Áhorfendur: 20.200
Dómari: Gabriel González
7. júní 1986
  Pólland 1-0   Portúgal Estadio Universitario, Monterrey
Áhorfendur: 19.915
Dómari: Ali Bin Nasser
Smolarek 68
11. júní 1986
  England 3-0   Pólland Estadio Universitario, Monterrey
Áhorfendur: 22.700
Dómari: André Daina
Lineker 9, 14, 34
11. júní 1986
  Portúgal 1-3   Marokkó Estadio Tres de Marzo, Zapopan
Áhorfendur: 28.000
Dómari: Alan Snoddy
Diamantino 80 Khairi 19, 26, A. Merry 62

Útsláttarkeppni

breyta

16-liða úrslit

breyta

Heimamenn komust í fjórðungsúrslitin eftir 2:0 sigur á Búlgörum á troðfullum Azteca-vellinum í fyrstu viðureign 16-liða úrslitanna. Síðar sama dag fór fram einn æsilegasti leikur í sögu HM, þar sem Sovétmenn og Belgar gerðu 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma. Í framlengingu skoruðu Belgar tvívegis en Sovétmenn aðeins einu sinni.

Suður-Ameríkustórveldin Brasilía og Argentína fóru töltölulega vandræðalítið áfram eftir að hafa unnið Pólland og Úrúgvæ. Frakkar slógu heimsmeistara Ítala úr keppni og Vestur-Þjóðverjar lentu í miklum vandræðum gegn Marokkó, þar sem sigurmark frá Lothar Matthäus í blálokin réð úrslitum.

Englendingar unnu 3:0 sigur á Paragvæ þar sem Gary Liniker skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni. Lokaleikur 16-liða úrslitanna var á milli Dana og Spánverja. Danmörk hafði byrjað með miklum látum í keppninni en var rækilega kippt niður á jörðina, 5:1, þar sem Emilio Butragueño skoraði fernu.

15. júní 1986
  Mexíkó 2-0   Búlgaría Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 114.580
Dómari: Romualdo Arppi Filho
Negrete 34, Servín 61
15. júní 1986
  Sovétríkin 3-4 (e.framl.)   Belgía Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 32.277
Dómari: Erik Fredriksson
Belanov 27, 70, 111 Scifo 56, Ceulemans 77, Demol 102, Claesen 110
16. júní 1986
  Brasilía 4-0   Pólland Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Volker Roth
Sócrates 30, Josimar 55, Edinho 79, Careca 83
16. júní 1986
  Argentína 1-0   Úrúgvæ Estadio Azteca, Puebla
Áhorfendur: 26.000
Dómari: Luigi Agnolin
Pasculli 42
17. júní 1986
  Ítalía 0-2   Frakkland Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 70.000
Dómari: Carlos Espósito
Platini 15, Stopyra 57
17. júní 1986
  Marokkó 0-1   Vestur-Þýskaland Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza
Áhorfendur: 19.800
Dómari: Zoran Petrović
Matthäus 31
18. júní 1986
  England 3-0   Argentína Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 98.728
Dómari: Jamal Al Sharif
Lineker 31, 73, Beardsley 56
18. júní 1986
  Danmörk 1-5   Spánn Estadio La Corregidora, Querétaro
Áhorfendur: 38.500
Dómari: Jan Keizer
J. Olsen 33 Butragueño 43, 56, 80, 88, Goikoetxea 68

Fjórðungsúrslit

breyta

Stórleikur fjórðungsúrslitanna var viðureign Brasilíu og Frakklands. Careca og Michel Platini skoruðu hvor sitt markið í leik leik sem fór í vítakeppni sem Frakkarnir unnu. Vestur-Þjóðverjar þurftu einnig á vítakeppni að halda til að sigra heimamenn Mexíkóa eftir markalausan leik. Þriðja vítaspyrnukeppnin var í viðureign Spánar og Belgíu, þar sem Belgar höfðu betur, 4:5. Eini leikurinn þar sem úrslit réðust í venjulegum leiktíma var milli Argentínumanna og Englendinga. Viðureignin var tilfinningaþrungin vegna Falklandseyjastríðsins. Diego Maradona var í aðalhlutverki í 2:1 sigri, þar sem hann skoraði annars vegar eitt minnisstæðasta einleiksmark í sögu HM en hins vegar afar umdeilt mark þar sem hann slæmdi höndinni í knöttinn.

21. júní 1986
  Brasilía 1-1 (4-5 e. vítake.)   Frakkland Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Ioan Igna, Rúmeníu
Careca 17 Platini 48
21. júní 1986
  Vestur-Þýskaland 0-0 (4-1 e. vítake.)   Mexíkó Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza
Áhorfendur: 41.700
Dómari: Jesús Díaz, Kólumbíu
22. júní 1986
  Argentína 2-1   England Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 114.500
Dómari: Ali Ben Nasser, Túnis
Maradona 51, 55 Lineker 81
22. júní 1986
  Spánn 1-1 (5-6 e. vítake.)   Belgía Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Siegfried Kirschen, Austur-Þýskalandi
Señor 85 Ceulemans 35

Undanúrslit

breyta

Eftir afar rólega byrjun sýndu Vestur-Þjóðverjar tennurnar á móti Frökkum. Tvö mörk frá Brehme og Völler komu þýska liðinu í úrslit annað mótið í röð. Í hinum undanúrslitaleiknum skoraði Maradona tvívegis gegn spútnikliði Belga.

25. júní 1986
  Frakkland 0-2   Vestur-Þýskaland Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Luigi Agnolin, Ítalíu
Brehme 9, Völler 89
25. júní 1986
  Argentína 2-0   Belgía Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 114.500
Dómari: Antonio Márquez Ramírez, Mexíkó
Maradona 51, 63

Bronsleikur

breyta

Frakkar máttu sætta sig við að leika um þriðja sætið aðra keppnina í röð. Bæði lið komust yfir í venjulegum leiktíma sem lauk 2:2. Í framlengingu reyndust Frakkarnir sterkari og skoruðu í tvígang.

28. júní 1986
  Belgía 2-4 (e.framl.)   Frakkland Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 21.000
Dómari: George Courtney, Englandi
Ceulemans 11, Claesen 73 Ferreri 27, Papin 43, Genghini 104, Amoros 111

Úrslitaleikur

breyta

Vestur-Þjóðverjar mættu til leiks staðráðnir í að halda Maradaona niðri. Það hafði á hinn bóginn þau áhrif að mjög losnaði um aðra leikmenn argentínska liðsins. José Luis Brown kom þeim yfir á 23. mínútu og þar við sat í hálfleik. Jorge Valdano tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Karl-Heinz Rummenigge minnkaði muninn þegar um stundarfjórðungur var eftir, með fyrsta marki sínu í keppninni. Tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma jöfnuðu Þjóðverjarnir með skallamarki frá Rudi Völler. Skömmu síðar losnaði Maradona úr strangri gæslu Lothar Matthäus, stakk knettinum inn á Jorge Burruchaga sem skoraði sigurmarkið af öryggi. Eftir leikin tóku við tryllt fagnaðarlæti þar sem fjöldi argentínskra stuðningsmanna hljóp inn á völlinn til að samgleðjast hetjunum sínum.

29. júní 1986
  Argentína 3-2   Vestur-Þýskaland Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 114.600
Dómari: Romualdo Arppi Filho, Brasilíu
Brown 23, Valdano 55, Burruchaga 83 Rummenigge 74, Völler 89


16 liða úrslit 8 liða úrslit 4 liða úrslit Úrslit
                           
16. júní – Puebla            
   Argentína  1
22. júní – Azteca, Mexíkóborg
   Úrúgvæ  0  
   Argentína  2
18. júní – Azteca, Mexíkóborg
     England  1  
   England  3
25. júní – Azteca, Mexíkóborg
   Paragvæ  0  
   Argentína  2
18. júní – Querétaro
     Belgía  0  
   Spánn  5
22. júní – Puebla
   Danmörk  1  
   Spánn  1(5)
15. júní – León
     Belgía (vítak.)  1(6)  
   Belgía (e.framl.)  4
29. júní – Azteca, Mexíkóborg
   Sovétríkin  3  
   Argentína  3
16. júní – Guadalajara
     Vestur-Þýskaland  2
   Pólland  0
21. júní – Guadalajara
   Brasilía  4  
   Brasilía  1(3)
17. júní – Ólympíuleikvangurinn, Mexíkóborg
     Frakkland (vítak.)  1(4)  
   Frakkland  2
25. júní – Guadalajara
   Ítalía  0  
   Frakkland  0
17. júní – San Nicolás de los Garza
     Vestur-Þýskaland  2   Bronsleikur
   Vestur-Þýskaland  1
21. júní – San Nicolás de los Garza 28. júní – Puebla
   Marokkó  0  
   Vestur-Þýskaland (vítak.)  0(4)    Belgía  2
15. júní – Azteca, Mexíkóborg
     Mexíkó  0(1)      Frakkland (e.framl.)  4
   Mexíkó  2
   Búlgaría  0  

Markahæstu leikmenn

breyta

Gary Lineker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 82 leikmenn á milli sín 132 mörkum, þar af töldust tvö vera sjálfsmörk.

6 mörk
5 mörk
4 mörk

Heimildir

breyta