Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu
Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu er fulltrúi Senegal í knattspyrnu og er stjórnað af Senegalska knattspyrnusambandinu. Liðið á sér ekki mikla sögu á HM. Fyrsta mótið sem það tók þátt í var HM 2002. Liðið á sér töluvert lengri sögu í Afríkukeppninni, en það tók fyrst þátt árið 1965. Liðið vann gullverðlaun þar árið 2022.
Gælunafn | Les Lions de la Téranga(Teranga ljónin) | ||
---|---|---|---|
Íþróttasamband | Senegalska knattspyrnusambandið | ||
Álfusamband | CAF | ||
Þjálfari | Aliou Cissé | ||
Aðstoðarþjálfari | Joseph Koto | ||
Fyrirliði | Kalidou Koulibaly | ||
FIFA sæti Hæst Lægst | 18 (febrúar 2022) 18 (febrúar 2022) 99 (júní 2013) | ||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
2-1 á móti Gambíu (1959) | |||
Stærsti sigur | |||
7-0 gegn Máritaríus (9. október 2010) | |||
Mesta tap | |||
11-0 gegn Tékkóslóvakíu (31. október 1990) | |||
Heimsmeistaramót | |||
Keppnir | 2 (fyrst árið 2002) | ||
Besti árangur | 2002 (8. liða Úrslit) | ||
Afríkubikarinn | |||
Keppnir | 16 (fyrst árið 1965) | ||
Besti árangur | Meistarar (2022) |
Árangur í keppnum
breytaHM 2002
breytaSenegalska liðið vakti heimsathygli á HM 2002 þegar það sigraði ríkjandi heimsmeistara Frakka í opnunarleiknum. Í næstu leikjum gerði að jafntefli við Dani og Úrúgvæ. Í 16. liða úrslitum tókst því svo að slá út sterkt lið Svía áður en það féll úr leik eftir tap í spennandi leik á móti Tyrkjum. Margir leikmenn sem áttu síðar eftir að verða heimsfrægir leikmenn léku með liðinu á þessu móti, nægir þar að nefna El Hadji Diouf, Amara Traoré og Henri Camara.
Þekktir leikmenn
breytaÞjálfarar í gegnum tíðina
breyta- Peter Schnittger (1999–00)
- Bruno Metsu (2000–02)
- Guy Stéphan (2002–05)
- Abdoulaye Sarr (2005–06)
- Henryk Kasperczak (2006–08)
- Lamine N'Diaye (2008)
- Amara Traoré (2009–12)
- Alain Giresse (2013–15)
- Aliou Cissé (2015–)