Busan

borg í Yeongnam í Suður-Kóreu

Busan (áður nefnd Pusan) er hafnarborg í Suður-Kóreu, staðsett á suðausturhluta Kóreuskagans. Íbúafjöldi borgarinnar er 3,6 milljónir (desember 2015), sú næstfjölmennasta á eftir höfuðborginni Seúl. Landfræðileg lega og staðsetning borgarinnar eru kjöraðstæður fyrir alþjóðlega hafnarstarfsemi, og þar er stærsta flutningaskipahöfn landsins, sem er jafnframt sú fimmta stærsta á heimsvísu. Helstu atvinnuvegir borgarinnar eru skipa- og hafnariðnaður, vöruflutningar, viðskipti og ferðaþjónusta.

Kortið sýnir staðsetningu Busan í Suður-Kóreu

Á tíma Kóreustríðsins (1950-1953) var Busan starfandi höfuðborg Suður-Kóreu en borgin var þá eitt fárra svæða sem var ekki undir valdi Alþjóðalýðveldisins Kóreu.

360 gráðu útsýni yfir Busan

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.