Puebla (borg)
Puebla de Zaragoza (áður Heroica Puebla de Zaragoza og Puebla de los Ángeles) eða Puebla er höfuðborg samnefnds fylkis og fjórða stærsta borg landsins eftir Mexíkóborg, Monterrey og Guadalajara. Hún er um 100 km suðaustur af höfuðborginni. Íbúar eru 1,6 milljónir innan sveitarfélags hennar en 3,2 milljónir á stórborgarsvæðinu.
Í borginni eru margir háskólar og er bílaiðnaður mikilvægur. Eldfjöllin Popocatépetl og Iztaccíhuatl eru um 40 km austur af Puebla. Borgin sjálf er í 2.100 metra hæð.