León (Guanajuato)
León (formlega León de Los Aldama) er fjölmennasta borg mexíkóska fylkisins Guanajuato og fjórða stærsta borg landsins. Um 1,7 milljónir búa þar en á stórborgarsvæðinu búa 2,1 milljón (2020).
León er á mexíkósku hásléttunni. Hún er ein hjólavænasta borg Mexíkó með hjólastígakerfi. Einnig er hún þekkt fyrir leður- og skógerð.