Knattspyrnufélagið Haukar

(Endurbeint frá Haukar)

Knattspyrnufélagið Haukar er fjölgreinaíþróttafélag sem starfrækt er í Hafnarfirði. Félagið á sterk lið í öllum stóru boltagreinunum, handbolta, fótbolta og körfubolta og afrekaði það árið 2010 að leika með öll sín meistaraflokkslið karla og kvenna í efstu deild. Þar hafði karlaliðið ekki leikið í 31 ár en bæði liðin féllu aftur í fyrstu deild árið eftir.

Haukar
Fullt nafn Haukar
Gælunafn/nöfn Haukar
Stofnað 12. apríl 1931
Leikvöllur Ásvellir
Stærð ~1400
Stjórnarformaður Ágúst Sindri Karlsson
Deild 1. deild karla
2023 7.
Heimabúningur
Útibúningur
Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum.

Knattspyrnufélagið Haukar var stofnað þann 12. apríl árið 1931 af hópi ungra pilta úr KFUM. Stofnun félagsins var undir verndarvæng séra Friðriks Friðrikssonar sem stakk upp á nafninu, en séra Friðrik hafði áður fylgst með stofnun Knattspyrnufélagsins Vals innan vébanda KFUM í Reykjavík.

Fyrsta kastið æfðu Haukamenn einkum spretthlaup, en markmið stofnenda var þó að leggja stund á knattspyrnu. Aðstöðumál stóðu Haukapiltum þó fyrir þrifum fyrst í stað þar sem félagið fékk ekki aðgang að knattspyrnuvelli Hafnfirðinga á Hvaleyrarholti fyrr en eftir að það var gengið í Íþróttasamband Íslands, sem gerðist ekki fyrr en snemma árs 1932.

Um þessar mundir var annað knattspyrnufélag starfrækt í Hafnarfirði, Knattspyrnufélagið Þjálfi og öttu liðin kappi fyrstu misserin. Fljótlega lognaðist Þjálfi þó út af og urðu Haukar þá eina knattspyrnufélagið í bænum. Allmargir félagsmenn æfðu knattspyrnu með Haukum en aðrar íþróttir með FH. Kom til alvarlegar umræðu að sameina félögin árið 1939 en strandaði það á deilum um nafngift. Í kjölfarið stofnaði FH sína eigin knattspyrnudeild. Öttu félögin kappi heima fyrir en tefldu löngum fram sameiginlegu liði á Íslandsmóti meistaraflokks karla.

Árið 1932 stofnsettu Haukar karlalið í handbolta og sex árum síðar var kvennalið stofnað. Höfðu Haukar forgöngu um stofnun Íslandsmótsins í handbolta árið 1940 og voru afar sigursælir fyrstu árin.

Tenglar

breyta
  Olís deild karla • Lið í Olís deild karla 2015-2016.  

  Afturelding  •   Akureyri  •   FH  •   Fram  •   Haukar
  Grótta  •   ÍBV  •   ÍR  •   Víkingur  •   Valur

 
1. deild karla • Lið í 1. deild karla 2024 
 

  Afturelding  •   Fjölnir  •   Grótta  •   Grindavík •  Leiknir  Njarðvík  
  Selfoss  •   Þór  ÍA  •   Þróttur   •   Ægir    •   Vestri

Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2024) 

1951 • 1952 • 1953 • •1954•

1955195619571958195919601961196219631964
1965196619671968196919701971197219731974
1975197619771978197919801981198219831984
1985198619871988198919901991199219931994
1995199619971998199920002001200220032004
2005200620072008200920102011201220132014
201520162017201820202021202220232024

Tengt efni: MjólkurbikarinnLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikarinn kvennaLengjubikarinnMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild2. deildDeildakerfiðKSÍ


   Þessi knattspyrnugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.