Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram þann 3. nóvember árið 2020. Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu og fyrrum forsetaframbjóðandi, unnu sigur á Donald Trump sitjandi forseta og Mike Pence sitjandi varaforseta.[2]
| |||||||||||||||||||||||||||||
Kjörsókn | 66,6% ( 6,5%) | ||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| |||||||||||||||||||||||||||||
Úrslit kosninganna. Litirnir tákna sigurvegara í hverju fylki (blár = Biden/Harris; rauður = Trump/Pence). Tölurnar segja til um fjölda kjörmanna á hvert fylki. | |||||||||||||||||||||||||||||
|
Yfirlit
breytaKosningarnar fóru fram í skugga alþjóðlegs kórónaveirufaraldurs, sem hefur komið sérlega illa niður á Bandaríkjamönnum og leikið efnahag Bandaríkjanna grátt. Vegna faraldursins hefur mikið verið deilt um ráðstafanir til að auðvelda fólki að greiða atkvæði utan kjörfundar svo það þurfi ekki að safnast saman á kjörstað og hætta á að dreifa veirusýkinni frekar. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að utankjörfundaratkvæði með pósti leiði til stórtæks kosningasvindls en hefur ekki fært rök fyrir máli sínu eða bent á fordæmi fyrir því,[3] auk þess sem hann hefur sjálfur nokkrum sinnum nýtt sér póstþjónustu til að greiða atkvæði utan kjörfundar.[4]
Kosningabaráttan litaðist einnig af umræðu um kerfisbundna kynþáttamismunun í Bandaríkjunum í kjölfar mótmæla bandarískra blökkumanna sem hófust í maí eftir að lögreglumenn í Minnesota drápu blökkumann að nafni George Floyd að tilefnislausu. Morðið á Floyd og mótmælin sem fylgdu í kjölfarið hafa leitt til deilna um það hvort rétt sé að endurskipuleggja eða draga úr fjármagni til bandarískra lögreglumanna eða hvort nauðsynlegt sé sem aldrei fyrr að viðhalda lögum og reglu til að koma í veg fyrir óeirðir og skemmdarverk.[5]
Biden var lýstur sigurvegari þann 7. nóvember 2020, 82 klukkustundum eftir að kjörstaðir lokuðu. Biden vann sex fylki sem Trump vann í kosningunum 2016: Arizona, Georgíu, Michigan, NE-2, Pennsylvaníu og Wisconsin. Kamala Harris varð fyrst kvenna til að ná kjöri til varaforseta Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands samfögnuðu þeim.[6][7]
Trump neitaði að viðurkenna ósigur í kosningunum og hélt því allt frá kjördegi ítrekað fram að Biden hefði haft rangt við. Trump, kosningateymi hans og aðrir meðlimir Repúblikanaflokksins fóru í mál gegn ýmsum fylkjum þar sem Biden vann til þess að reyna að fá niðurstöðum kosninganna hnekkt vegna meints kosningasvindls. Í flestum þessum málum var kröfum Trumps hafnað eða þeim vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Þrátt fyrir þrálátar staðhæfingar Trumps og fylgismanna hans um að svindl hafi ráðið úrslitum kosninganna kallaði nefnd á vegum stjórnar Trumps sem hefur eftirlit með kosningaöryggi í Bandaríkjunum kosningarnar „þær öruggustu í sögunni“[8] og William Barr, dómsmálaráðherra í stjórn Trumps, sagði dómsmálaráðuneytið ekki hafa hlotið vísbendingar um víðtækt kosningasvindl.[9]
Kjörmannaráðið kom saman þann 14. desember og greiddi atkvæði um næsta forseta. Lokaniðurstaðan var þannig að Biden fékk 306 atkvæði en Trump 232.[10] Þegar Bandaríkjaþing kom saman til að staðfesta endanlega atkvæðagreiðslu kjörmannaráðsins þann 6. janúar árið 2021 gerðu stuðningsmenn Trumps árás á þinghúsið til að koma í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Stuðningsmenn Trumps hröktu burt þingmennina og tóku yfir þinghúsið í nokkrar klukkustundir. Eftir að þinghúsið var endurheimt í kjölfar mannskæðra átaka við lögreglu hélt þingfundurinn áfram og staðfesti kjör Bidens.[11] Trump gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann lofaði að valdatilfærsla til Bidens myndi fara fram á friðsamlegan hátt.[12]
Prófkjör
breytaDemókrataflokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna (2009–2017)
- Varaforsetaefni: Kamala Harris, öldungadeilarþingmaður fyrir Kaliforníu (síðan 2017); forsetaframbjóðandi 2020
- Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont (síðan 2007); fulltrúardeilarþingmaður fyrir Vermont (1991–2007); borgarstjóri borgarinnar Burlington, Vermont (1981–1989); forsetaframbjóðandi 2016; dró framboð til baka þann 8. apríl 2020
- Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Hawaii (síðan 2013); dró framboð til baka þann 19. mars 2020
- Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts (síðan 2013); dró framboð til baka þann 5. mars 2020
- Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar (2002–2013); dró framboð til baka þann 4. mars 2020
- Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður fyrir Minnesota (síðan 2007); dró framboð til baka þann 2. mars 2020
- Pete Buttigieg, borgarstjóri borgarinnar South Bend, Indiana (2012–2020); dró framboð til baka þann 1. mars 2020
- Tom Steyer, vogunarsjóðastjóri; dró framboð til baka þann 29. febrúar 2020
- Deval Patrick, fylkisstjóri Massachusetts (2007–2015); dró framboð til baka þann 12. febrúar 2020
- Michael Bennet, öldungadeildarþingmaður fyrir Colorado (síðan 2009); dró framboð til baka þann 11. febrúar 2020
- Andrew Yang, athafnamaður; dró framboð til baka þann 11. febrúar 2020
- John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Maryland (2013–2019); dró framboð til baka þann 31. janúar 2020
- Cory Booker, öldungadeildarþingmaður fyrir New Jersey (síðan 2013); borgarstjóri borgarinnar Newark, New Jersey (2006–2013); dró framboð til baka þann 13. janúar 2020
- Marianne Williamson, rithöfundur; dró framboð til baka þann 10. janúar 2020
- Julián Castro, húsakynna- og þéttbýlisþróunarráðherra (2014–2017); borgarstjóri borgarinnar San Antonio, Texas (2009–2014); dró framboð til baka þann 2. janúar 2020
- Kamala Harris, öldungadeilarþingmaður fyrir Kaliforníu (síðan 2017); dró framboð til baka þann 3. desember 2019
- Steve Bullock, fylkisstjóri Montana (síðan 2013); dró framboð til baka þann 2. desember 2019
- Joe Sestak, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Pennsylvania (2007–2011); dró framboð til baka þann 1. desember 2019
- Wayne Messam, borgarstjóri borgarinnar Miramar, Flórída (síðan 2015); dró framboð til baka þann 15. nóvember 2019
- Beto O'Rourke, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas (2013–2019); dró framboð til baka þann 1. nóvember 2019
- Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Ohio (2003–2017); dró framboð til baka þann 24. október 2019
- Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar (síðan 2014); dró framboð til baka þann 20. september 2019
- Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður fyrir New York (síðan 2009); fulltrúadeildarþingmaður fyrir New York (2007–2009); dró framboð til baka þann 28. ágúst 2019
- Seth Moulton, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Massachusetts (síðan 2015); dró framboð til baka þann 23. ágúst 2019
- Jay Inslee, fylkisstjóri Washington (síðan 2013); fulltrúadeildarþingmaður fyrir Washington (1993–2012); dró framboð til baka þann 21. ágúst 2019
- John Hickenlooper, fylkisstjóri Colorado (2011–2019); borgarstjóri borgarinnar Denver, Colorado (2003–2011); dró framboð til baka þann 15. ágúst 2019
- Mike Gravel, öldungadeildarþingmaður fyrir Alaska (1969–1981); dró framboð til baka þann 6. ágúst 2019
- Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu (síðan 2013); dró framboð til baka þann 8. júlí 2019
- Richard Ojeda, fylkisöldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu (2016–2019); dró framboð til baka þann 25. janúar 2019
Kappræður
breytaEllefu forsetakappræður voru haldnar milli frambjóðenda Demókrataflokksins. Tólfta kappræða var ráðgerð, en henni var aflýst eftir að Bernie Sanders dró framboð hans til baka.
Fyrsta og önnur kappræðurnar voru haldnar í tvær nætur; tíu frambjóðendur tóku þátt í hverri kappræðunótt. Tólf frambjóðendur tóku þátt í þriðju kappræðunni, sem var stærsti fjöldi frambjóðenda allra tíma.
Varaforsetakjör
breytaJoe Biden opinberaði Kamala Harris sem varaforsetaefni hans þann 11. ágúst 2020. Hann hafði áður opinberað að varaforsetaefni hans mun vera kona.
Flokksþing
breytaDemókrataflokksþingið var haldið frá 17. ágúst til 20. ágúst 2020. Biden var formlega tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á flokksþingi Demókrata þann 18. ágúst 2020.[13]
Repúblikanaflokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Donald Trump, forseti Bandaríkjanna (síðan 2017)
- Varaforsetaefni: Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna (síðan 2017); fylkisstjóri Indiana (2013–2017)
- Rocky De La Fuente, kaupsýslumaður; tilnefndur forsetaframbjóðandi Bandalagsflokksins þann 25. apríl 2020
- Bill Weld, fylkisstjóri Massachusetts (1991–1997); tilnefndur varaforsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins árið 2016; dró framboð til baka þann 18. mars 2020
- Joe Walsh, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Illinois (2011–2013); dró framboð til baka þann 7. febrúar 2020
- Mark Sanford, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Suður-Karólínu (1995–2001, 2013–2019); fylkisstjóri Suður-Karólínu (2003–2011); dró framboð til baka þann 12. nóvember 2019
Kappræður
breytaÞrjár forsetakappræður voru haldnar milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Donald Trump sótti enga kappræðu.
Flokksþing
breytaRepúblikanaflokksþingið var haldið frá 24. ágúst til 27. ágúst 2020.
Frjálshyggjuflokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Jo Jorgensen, fyrirlesari
- Varaforsetaefni: Spike Cohen, hlaðvarpsmaður og kaupsýslumaður
- Jacob Hornberger; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- Vermin Supreme; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- John Monds; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- Jim Gray, fyrrverandi dómari Hæstiréttarins Orange-sýslu, Kaliforníu; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- Adam Kokesh, frjálshyggjumaður og aðgerðasinni; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- Dan Behrman, hugbúnaðarverkfræðingur og hlaðvarpsmaður; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- Sam Robb, hugbúnaðarverkfræðingur og rithöfundur; dró framboð til baka þann 23. maí 2020
- Justin Amash, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Michigan (síðan 2011); dró framboð til baka þann 17. maí 2020
- Ken Armstrong; dró framboð til baka þann 29. apríl 2020
- Lincoln Chafee, fylkisstjóri Rhode Island (2011–2015); öldungadeilarþingmaður fyrir Rhode Island (1999–2007); dró framboð til baka þann 5. apríl 2020
- Max Abramson, fylkisfulltrúadeildarþingmaður New Hampshire (2014–2016, síðan 2018); dró framboð til baka þann 3. mars 2020
- Kim Ruff; dró framboð til baka þann 11. janúar 2020
Flokksþing
breytaFrjálshyggjuflokksþingið var haldið frá 22. maí til 24. maí og frá 7. júlí til 12 júlí 2020.
Græni flokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Howie Hawkins, samstofnandi flokksins
- Varaforsetaefni: Angela Walker
- Dario Hunter
- Sedinam Moyowasifza-Curry, aðgerðasinni
- Dennis Lambert, heimildarkvikmyndagerðarmaður
- Jesse Ventura, fylkisstjóri Minnesota (1999–2003)
- David Rolde
Flokkurinn fyrir Sósíalisma og Frelsun
breyta- Forseti: Gloria La Riva, aðgerðasinni og rithöfundur
- Varaforseti: Sunil Freeman, rithöfundur og aðgerðasinni
Bandalagsflokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Rocky De La Fuente, kaupsýslumaður
- Varaforsetaefni: Darcy Richardson, rithöfundur, sagnaritari og aðgerðasinni
- Max Abramson, fylkisfulltrúadeildarþingmaður New Hampshire (2014–2016, síðan 2018)
- Johannon Ben Zion
- Phil Collins, tilnefndur forsetaframbjóðandi Áfengisbannsflokksins árið 2020
- Souraya Faas
Stofnaskráarflokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Don Blankenship
- Varaforsetaefni: William Mohr
- Charles Kraut, rithöfundur
- Don Grundman, fundarstjóri Stofnaskráarflokksins Kaliforníu
- Samm Tittle, sjálfstæður forsetaframbjóðandi árin 2012 og 2016
- Daniel Clyde Cummings, læknir
- J. R. Myers, fyrrverandi fundarstjóri Stofnaskráarflokksins Alaska
Afmælisflokkurinn
breyta- Forseti: Kanye West, hip hop-tónlistarmaður, plötuframleiðandi, og tískuhönnuður
- Varaforseti: Michelle Tidball, predikari
Bandaríski samstöðuflokkurinn
breytaFrambjóðendur
breyta- Sigurvegari: Brian T. Carroll, kennari
- Varaforsetaefni: Amar Patel, fundarstjóri flokksins
- Joe Schriner, pípulagningamaður og aðgerðasinni
- Joshua Perkins, forritari
Sósíalíski verkmannaflokkurinn
breyta- Forseti: Alyson Kennedy, námumaður; tilnefndur forsetaframbjóðandi árið 2016
- Varaforseti: Malcolm Jarrett, matsveinn
Samheldniflokkurinn Bandaríkjanna
breyta- Forseti: Bill Hammons, stofnandi flokksins
- Varaforseti: Eric Bodenstab, fundarstjóri Samheldniflokksins Colorado
Áfengisbannsflokkurinn
breyta- Forseti: Phil Collins
- Varaforseti: Billy Joe Parker
Áður tilnefndir
breyta- C. L. Gammon, sagnaritari; dró framboð til baka þann 2. ágúst 2019
- Varaforsetaefni: Phil Collins
- Bill Bayes, tilnefndur varaforsetaframbjóðandi árið 2016; dró framboð til baka þann 21. mars 2019
- Varaforsetaefni: C. L. Gammon, sagnaritari
Framsóknarflokkurinn
breyta- Forseti: Dario Hunter, forsetaframbjóðandi Græna flokksins
- Varaforseti: Dawn Neptune Adams, aðgerðarsinni
Sjálfstæðir
breyta- Brock Pierce, fyrrverandi leikari
- Varaforsetaefni: Karla Ballard
Framboð almennra kosninga
breytaKappræður
breytaTvær forsetakappræður voru haldnar milli Donalds Trumps og Joes Bidens þann 29. september 2020 og 22. október 2020. Önnur kappræða var ráðgerð 15. október, en henni var aflýst vegna COVID-19 veikinda Donalds Trumps.
Varaforsetakappræða var haldin þann 7. október 2020.
Niðurstöður
breytaFylki | Joe Biden | Donald Trump | Jo Jorgensen | Howie Hawkins | Aðrir |
---|---|---|---|---|---|
Alabama | 36,57% | 62,03% | 1,08% | – | 0,31% |
Alaska | 42,77% | 52,83% | 2,47% | – | 1,92% |
Arizona | 49,36% | 49,06% | 1,52% | 0,05% | 0,01% |
Arkansas | 34,78% | 62,40% | 1,08% | 0,24% | 1,51% |
Kalifornía | 63,48% | 34,32% | 1,07% | 0,46% | 0,66% |
Colorado | 55,40% | 41,90% | 1,61% | 0,28% | 0,82% |
Connecticut | 59,24% | 39,21% | 1,11% | 0,41% | 0,03% |
Delaware | 58,74% | 39,77% | 0,99% | 0,42% | 0,07% |
Washington, D.C. | 92,15% | 5,40% | 0,59% | 0,50% | 1,36% |
Flórída | 47,86% | 51,22% | 0,64% | 0,13% | 0,15% |
Georgía | 49,47% | 49,24% | 1,24% | 0,02% | 0,02% |
Hawaii | 63,73% | 34,27% | 0,96% | 0,67% | 0,37% |
Idaho | 33,07% | 63,84% | 1,89% | 0,05% | 1,16% |
Illinois | 57,54% | 40,55% | 1,10% | 0,51% | 0,30% |
Indiana | 40,96% | 57,02% | 1,95% | 0,03% | 0,03% |
Iowa | 44,89% | 53,09% | 1,16% | 0,18% | 0,68% |
Kansas | 41,56% | 56,21% | 2,23% | – | – |
Kentucky | 36,15% | 62,09% | 1,23% | 0,03% | 0,50% |
Louisiana | 39,85% | 58,46% | 1,01% | – | 0,68% |
Maine | 53,09% | 44,02% | 1,73% | 1,00% | 0,15% |
ME-1 | 60,11% | 37,02% | 1,66% | 1,05% | 0,16% |
ME-2 | 44,82% | 52,26% | 1,81% | 0,95% | 0,15% |
Maryland | 65,36% | 32,15% | 1,10% | 0,52% | 0,87% |
Massachusetts | 65,60% | 32,14% | 1,29% | 0,51% | 0,45% |
Michigan | 50,62% | 47,84% | 1,09% | 0,25% | 0,20% |
Minnesota | 52,40% | 45,28% | 1,07% | 0,31% | 0,95% |
Mississippi | 41,06% | 57,60% | 0,61% | 0,11% | 0,61% |
Missouri | 41,41% | 56,80% | 1,36% | 0,27% | 0,16% |
Montana | 40,55% | 56,92% | 2,53% | – | 0,01% |
Nebraska | 39,17% | 58,22% | 2,12% | – | 0,49% |
NE-1 | 41,09% | 56,01% | 2,33% | – | 0,57% |
NE-2 | 51,95% | 45,45% | 2,03% | – | 0,56% |
NE-3 | 22,34% | 75,36% | 1,99% | – | 0,31% |
Nevada | 50,06% | 47,67% | 1,05% | – | 1,23% |
New Hampshire | 52,71% | 45,36% | 1,64% | 0,03% | 0,27% |
New Jersey | 57,33% | 41,40% | 0,70% | 0,31% | 0,26% |
New Mexico | 54,29% | 43,50% | 1,36% | 0,48% | 0,37% |
New York | 60,86% | 37,75% | 0,70% | 0,38% | 0,30% |
Norður-Karólína | 48,59% | 49,93% | 0,88% | 0,22% | 0,38% |
Norður-Dakóta | 31,76% | 65,11% | 2,60% | – | 0,53% |
Ohio | 45,24% | 53,27% | 1,14% | 0,32% | 0,03% |
Oklahoma | 32,29% | 65,37% | 1,58% | – | 0,76% |
Oregon | 56,45% | 40,37% | 1,75% | 0,50% | 0,93% |
Pennsylvanía | 50,01% | 48,84% | 1,15% | – | – |
Rhode Island | 59,39% | 38,61% | 0,98% | – | 1,02% |
Suður-Karólína | 43,43% | 55,11% | 1,11% | 0,27% | 0,07% |
Suður-Dakóta | 35,61% | 61,77% | 2,63% | – | – |
Tennessee | 37,45% | 60,66% | 0,98% | 0,15% | 0,76% |
Texas | 46,48% | 52,06% | 1,12% | 0,30% | 0,05% |
Utah | 37,65% | 58,13% | 2,58% | 0,34% | 1,30% |
Vermont | 66,09% | 30,67% | 0,98% | 0,36% | 1,90% |
Virginía | 54,11% | 44,00% | 1,45% | – | 0,44% |
Washington-fylki | 57,97% | 38,77% | 1,97% | 0,45% | 0,85% |
Vestur-Virginía | 29,69% | 68,62% | 1,34% | 0,33% | 0,01% |
Wisconsin | 49,45% | 48,82% | 1,17% | 0,03% | 0,53% |
Wyoming | 26,55% | 69,94% | 2,08% | – | 1,43% |
Alríkis | 51,31% | 46,86% | 1,18% | 0,26% | 0,40% |
Kjörmannaatkvæði | 306 | 232 | – | – | – |
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Federal Elections 2020“ (PDF). Federal Election Commission. október 2022.
- ↑ Freyr Gígja Gunnarsson (11. ágúst 2020). „Kamala Harris verður varaforsetaefni Biden“. RÚV. Sótt 11. ágúst 2020.
- ↑ „Leggst gegn aukafjárveitingu til póstþjónustu“. RÚV. 13. ágúst 2020. Sótt 24. ágúst 2020.
- ↑ Miles Parks (19. ágúst 2020). „Trump, While Attacking Mail Voting, Casts Mail Ballot Again“. NPR. Sótt 24. ágúst 2020.
- ↑ „Lögreglusamtök styðja Trump“. mbl.is. 16. júlí 2020. Sótt 24. ágúst 2020.
- ↑ „Guðni sendir Biden og Harris heillaóskir“. Morgunblaðið. 7. nóvember 2020. Sótt 7. nóvember 2020.
- ↑ Leicester, John (7. nóvember 2020). „'Welcome Back America!': World Leaders Congratulate Biden, Harris on Election Win“. Associated Press (enska). NBC Miami. Sótt 14. nóvember 2020.
- ↑ Þorvarður Pálsson (13. nóvember 2020). „Forsetakosningarnar „þær öruggustu í sögunni"“. RÚV. Sótt 9. desember 2020.
- ↑ Magnús H. Jónasson (1. desember 2020). „Engar vísbendingar um víðtækt kosningasvindl“. Fréttablaðið. Sótt 9. desember 2020.
- ↑ Kristján Kristjánsson (15. desember 2020). „Formlega staðfest að Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna“. DV. Sótt 23. desember 2020.
- ↑ Sunna Kristín Hilmarsdóttir (7. janúar 2021). „Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið“. Vísir. Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ Lovísa Arnardóttir (8. janúar 2021). „Trump fordæmdi árásina á þinghúsið“. Fréttablaðið. Sótt 8. janúar 2021.
- ↑ „Biden formlega útnefndur“. mbl.is. 18. ágúst 2020. Sótt 24. ágúst 2020.