Frjálshyggjuflokkurinn (Bandaríkin)

Frjálshyggjuflokkurinn er stjórnmálaflokkur í Bandaríkjunum sem hefur verið hvað lengst til fyrir utan stóru flokkana tvo og er þriðji stærsti flokkurinn í Bandaríkjunum. Flokkurinn var stofnaður 11. desember 1971 og hefur verið starfandi sleitulaust síðan. Flokkurinn sækir stefnu sína í frjálshyggju þar sem frelsi einstaklingsins er framar öllu öllu sem og takmörkuð afskipti ríkisvaldsins. Þrátt fyrir að til sé bæði vinstri- og hægri frjálshyggja þá eru hægri frjálshyggjumenn yfirgnæfandi fleiri í Bandaríkjunum með 235.000 skráða kjósendur árið 2008. Frjálshyggjumenn segjast trúa því að besta lausnin til að leysa vandamál sem herja á Bandaríkin sé á þá leið að leita í þá sömu arflegð og hugmyndafræði og Bandaríkin voru upphaflega byggð á eða frelsi einstaklingsins í einu og öllu. Stefna flokksins er því algjört frelsi og réttindi einstaklingsins, frjáls markaður, frjáls verslun og engin afskipti í innanríkismálum. Róttækustu frjálshyggjumenn styðja lögleiðingu fíkniefna, kláms, vændi, fjárhættuspil, giftingu samkynhneigðra, heimaskólun og byssueign almennings svo eitthvað sé nefnt. [1]

Frjálshyggjuflokkurinn
Libertarian Party
Formaður Nicholas Sarwark
Ritari Alicia Mattson
Stofnár 11 Desember 1971
Höfuðstöðvar 1444 Duke St.
Alexandria, Virginia 22314
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálshyggja
Einkennislitur gulur
Öldungadeild
Fulltrúadeild
Vefsíða http://www.lp.org

Frjálshyggjumenn telja sig hvorki vinstri né hægri menn heldur vilja þeir sem mest afskiptaleysi fyrir einstaklinginn af hálfu stjórnvalda. Þeir telja að afskipti stjórnvalda ætti að takmarka við að verja almúgann fyrir líkamlegu ofbeldi og svikum. Frjálshyggustjórn myndi þar af leiðandi einskorðast við lögrelgu, fangelsismálastofnun og her. [2] Samkvæmt könnunum eru mun fleiri Frjálshyggjumenn í Bandaríkjunum en eru yfirlýstir kjósendur eða 10-20 prósent. Þetta fólk segist vera hægra megin í efnahagsmálum en vinstra megin í félagsmálum og vilja sem minnst afskipti stjórnvalda í þessum málum. Þrátt fyrir að kannanir sýni að um 20% hafi stjórnmálaskoðanir í anda Frjálshyggjuflokksins eru einungis 2 % sem skilgreina sig sem Frjálshyggjumenn. Ástæðurnar fyrir þessar eru ýmsar en þar má nefna að Frjálshyggjuflokknum hefur ekki verið gefinn neinn staður í umræðum um stjórnmálum. Stjórnmálaskoðanir fólks hafa í áratugi verið flokkaðar eftir því hvort þær eru hægra eða vinstra megin á skalanum eða frjálslynt eða íhaldssamt. Flokkunum hafa svo verið gefnir litir sem birtast í öllum auglýsingum og umfjöllunum um Bandarísk stjórnmál þar sem íhaldssamir (Repúblikanaflokkurinn) eru rauðir en frjálslyndir (Demókratar) bláir en Frjálshyggjuflokkurinn á sér engan stað í þessari greiningu. Tveir stærstu flokkarnir eru settir upp sem andstæður og þeir fá mikla athygli en þriðji flokkurinn verður útundan og fær litla sem enga athygli. Vegna þess kosningakerfis sem er við líði í Bandaríkjunum fær þriðji flokkurinn varla nein atkvæði í kosningum og á Frjálshyggjuflokkurinn þar af leiðandi erfitt uppdráttar. Þar sem þó margir frambjóðendur séu í framboði þá kemst aðeins sá að sem fær flest atkvæði. Þrátt fyrir þetta þá getur Frjálshyggjuflokkurinn haft töluverð áhrif til að mynda með að vekja athygli á málum sem annars myndu ekki eiga upp á pallborðið eða á þann hátt að frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins gæti dregið það mörg atkvæði af framfjóðenda annars hvors stórflokksins að hann næði ekki kjöri.[3] [4]

Flokkurinn er stofnaður 11 desember 1971. Baráttumál flokksins eru aðallega frjáls markaður, frelsi einstaklingsins og minni ríkisafskipti. Tonie Nathan varaforsetaefni flokksins varð fyrst kvenna í U.S. til að hljóta atkvæði kjörmannaráðs á fyrstu flokksráðstefnunni árið 1972, og síðan hafa nokkur stór nöfn í bandarískum stjórnmálum komið við sögu flokksins. Má nefna Ed Clarke sem náði góðum árangri í ríkisstjórakosningum árið 1978 og hlaut næstum milljón atkvæði í öllum 50 ríkjunum tveim árum síðar, Ron Paul sem sagði sig úr Repúblikanaflokknum og gekk í Frjálshyggjuflokkinn árið 1987 og varð forsetaefni flokksins það ár og vann síðan stórsigur í kosningum með yfir 430.000 atkvæði. Hann fékk tvöfalt meira magn atkvæða en nokkur annar sem hafði boðið sig fram fyrir utan stóru flokkana tvo. Árið 1991 sögðu svo tveir New Hampshire þingmenn til viðbótar sig úr Repúblikanaflokknum og gengu til liðs við Frjálshyggjuflokkinn, þeir Cal Warburton og Finlay Rothhaus sem náðu báðir þingsætum í kosningunum ári síðar ásamt tveimur öðrum þingmönnum, þeim Don Gorman og Andy Borsa. Flokkurinn átti líka góðu gengi að fagna á árunum 1994-1997 þegar þeir áttu um 40 þingmenn og þeim tókst meðal annars að stöðva áætlanir Clintons forseta um heilsutryggingar. Metsöluhöfundurinn Harry Browne er útnefndur forsetaefni flokksins bæði árin 1996 og 2000 og flokkurinn er aftur sigursæll í kosningum og var það í fyrsta skipti í 80 ár sem þriðji flokkur náði meirihluta á löggjafarþinginu. Bob Barr og Mikhael Badnarik eru meðal þeirra sem hafa verið útnefndir forsetaframbjóðendur síðust ár og árið 2010 fer Pamela Brown fram sem staðgengill ríkisstjóra á móti frambjóðendum beggja stóru flokkanna og vel yfir hálfa milljón atkvæða.[5]

 
Fjöldi atkvæða í forsetakosningum sem framjóðendur Frjálshyggjuflokksins hafa fengið

Heimildir

breyta
  1. „THE "BIG THREE" THIRD PARTIES“ í Ron Gunzburger's Politics1.com. Skoðað 1. okt 2012
  2. „THE "BIG THREE" THIRD PARTIES“ í Ron Gunzburger's Politics1.com. Skoðað 1. okt 2012
  3. „Political Parties in the United States“ í America.gov Archive. Skoðað 31. sept 2012
  4. „The Libertarian Vote“ í CATO Institute Policy Analysis nr. 580 Skoðað 2. okt 2012
  5. „Our History“ Geymt 27 febrúar 2014 í Wayback Machine í lp.org The Party of Principle Skoðað 1. okt 2012

Tenglar

breyta