Maine
Maine er fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Maine liggur að Kanada í austri, norðri og vestri, New Hampshire í suðvestri og Atlantshafi í suðri. Maine er eina fylki Bandaríkjanna með sem liggur að aðeins einu öðru fylki, þó Alaska & Hawaii snerti ekkert. Höfuðborg Maine er Augusta, en stærsta borg fylkisins er Portland. Flatarmál Maine er 91.646 ferkílómetrar. Íbúar Maine eru um 1,3 milljón talsins (2018). Fjölmargir háskólar eru í Maine, einkum litlir og meðalstórir grunnnámsskólar (college). Fylkið er með mesta skógarþekju af ríkjum BNA og er þar m.a. þjóðgarðurinn Acadia National Park.
Maine | |||||||||||
| |||||||||||
Opinbert tungumál | Ekkert | ||||||||||
Nafn íbúa | Mainer | ||||||||||
Höfuðborg | Augusta | ||||||||||
Stærsta Borg | Portland | ||||||||||
Stærsta stórborgarsvæði | Portland-South Portland-Biddeford | ||||||||||
Flatarmál | 39. stærsta í BNA | ||||||||||
- Alls | 91.646 km² | ||||||||||
- Breidd | 338 km | ||||||||||
- Lengd | 515 km | ||||||||||
- % vatn | 13,5 | ||||||||||
- Breiddargráða | 42° 58′ N til 47° 28′ N | ||||||||||
- Lengdargráða | 66° 57′ V til 71° 5′ V | ||||||||||
Íbúafjöldi | 42. fjölmennasta í BNA | ||||||||||
- Alls | 1.338.404 (2018) | ||||||||||
- Þéttleiki byggðar | 14/km² 38. þéttbyggðasta í BNA | ||||||||||
Hæð yfir sjávarmáli | |||||||||||
- Hæsti punktur | Mount Katahdin 1.606 m | ||||||||||
- Meðalhæð | 180 m | ||||||||||
- Lægsti punktur | Atlantshafið 0 m | ||||||||||
Varð opinbert fylki | 15. mars 1820 (23. fylkið) | ||||||||||
Ríkisstjóri | John Baldacci (D) | ||||||||||
Vararíkisstjóri | Enginn | ||||||||||
Öldungadeildarþingmenn | Olympia Snowe (R) Susan Collins (R) | ||||||||||
Fulltrúadeildarþingmenn | Chellie Pingree (D) Michael Michaud (D) | ||||||||||
Tímabelti | Eastern: UTC-5/-4 | ||||||||||
Styttingar | ME US-ME | ||||||||||
Vefsíða | www.maine.gov |

Heiti; nafnið er líklega úr frönsku komið líklega nefnt eftir samnefndu fylki í Frakklandi.[1].
Fyrsta staðfesta notkun á nafninu er frá 1622, á einskonar lögfestingarskjali þar sem Ferdinando Gorges & Captain George Mason er ánafnað tilteknu svæði.[2].