Pete Buttigieg
Peter Paul Montgomery Buttigieg einnig þekktur sem Mayor Pete (f. 19. janúar 1982) er bandarískur stjórnmálamaður sem að hefur verið samgönguráðherra Bandaríkjanna frá 2021 undir Joe Biden fyrir Demókrataflokkinn. Áður var Pete borgarstjóri borgarinnar South Bend í Indiana frá 2012 til 2020. Pete er fyrsti samkynhneigði ráðherra í Bandaríkjunum.[1]
Pete Buttigieg | |
---|---|
Samgönguráðherra Bandaríkjanna | |
Núverandi | |
Tók við embætti 3. febrúar 2021 | |
Forseti | Joe Biden |
Forveri | Elaine Chao |
Borgarstjóri South Bend í Indiana | |
Í embætti 1. janúar 2012 – 1. janúar 2020 | |
Forveri | Steve Luecke |
Eftirmaður | James Mueller |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. janúar 1982 |
Maki | Chasten Glezman (g. 2018) |
Börn | 2 |
Háskóli | Harvard-háskóli (BA) Pembroke College, Oxford (BA) |
Undirskrift |
Pete sóttist eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Hann vann fyrsta forval flokksins í Iowa og í febrúar lenti í öðru sæti í New Hampshire forvalinu og var því í fyrsta sæti forvalsins í átta daga. Hann átti ekki eftir að vinna nein fleiri fylki og dróg framboð sitt til baka 1. mars. Hann lenti því í fimmta sæti með 2.5% atkvæða. Joe Biden sem að vann tilnefningu flokksins og vann kosningarnar gerði Pete að samgönguráðherra í ríkisstjórn sinni árið 2021. Pete kom til greina sem eitt af sex mögulegum varaforsetaefnum Kamölu Harris í forsetakosningunum 2024.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Pete Buttigieg“, Wikipedia (enska), 8. ágúst 2024, sótt 10. ágúst 2024
- ↑ „2024 Democratic Party vice presidential candidate selection“, Wikipedia (enska), 10. ágúst 2024, sótt 10. ágúst 2024