Almannaréttur
Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þessi réttur er mismunandi eftir löndum.
Í Jónsbók er tekið fram að menn hafi rétt til að beita hestum í land annars manns ef það hefur eigi áður verið slegið og heimild var að höggva við sem hamlaði umferð og bændum var gert skylt að gera almannavegu um þver héruð og endilöng. Ákvæði í Jónsbók endurspegla fararétt almennings um land.