Síðasta jökulskeið

(Endurbeint frá Síðasta ísöld)

Síðasta jökulskeið eða síðasta ísöld var tímabil frá lokum Eem-tímabilsins til loka Yngra-Drýas, frá því fyrir 115.000 til um 11.700 árum síðan. Síðasta jökulskeið er hluti af röð jökulskeiða og hlýskeiða sem einkenna kvartertímabilið sem hófst fyrir 2,59 milljón árum þegar Norðurskautsísinn myndaðist. Suðurskautsísinn tók að myndast mun fyrr, eða fyrir 34 milljón árum.

Á þessu tímabili hafa skipst á tímabil þar sem jöklar hafa hopað eða vaxið. Hámark síðasta jökulskeiðs varð fyrir 22.000 árum. Þá voru stórir hlutar Norður-Evrópu og Norður-Ameríku þaktir ís. Talið er að jökulbungan yfir Íslandi hafi verið 2500 metra há.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.