Áslaug Jónsdóttir

Áslaug Jónsdóttir (f. 31. mars 1963) er íslenskur barnabókahöfundur, myndskreytir, myndlistamaður og leikskáld.[1]

Áslaug Jónsdóttir
Áslaug árið 2015.
Fædd
Áslaug Jónsdóttir

31. mars 1963 (1963-03-31) (61 árs)
Störf
  • Bókverkakona
  • Barnabókahöfundur
  • Myndskreytir
  • Leikskáld
Ár virk1990 - í dag
Þekkt fyrirSkrímsla-bækurnar

Æskuár og menntun

breyta

Áslaug ólst upp á bænum Melaleiti í Melasveit í Borgarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983 og stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1984 til 1985. Áslaug nam við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn (Skolen for Brugskunst - Danmarks designskole) frá 1985 til 1989 þegar hún útskrifaðist frá teikni- og grafíkdeild skólans. Auk þess hefur hún tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Íslandi.[1]

Ferill

breyta

Árið 1990 kom út fyrsta barnabók Áslaugar, Gullfjöðrin. Í samstarfi við Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum hefur hún gefið út Skrímsla-bækurnar sem gefnar eru út á íslensku, sænsku og færeysku. Bókaflokkurinn hófst á Nei! sagði litla skrímslið árið 2004 og sú tíunda, Skrímslaleikur, kom út árið 2021.[2]

Ritaskrá

breyta
Ár Verk Athugasemdir
1990 Gullfjöðrin
1991 Fjölleikasýning Ástu
1991 Stjörnusiglingin
1993 Á bak við hús - Vísur Önnu
1995 Einu sinni var raunamæddur risi
1996 Prakkarasaga ásamt Sigurborgu Stefánsdóttur
1998 Sex ævintýri
2003 Eggið
2003 Unugata
2004 Nei! sagði litla skrímslið ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2005 Gott kvöld
2006 Stór skrímsli gráta ekki ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2007 Ég vil fisk!
2007 Gott kvöld
2007 Skrímsli í myrkrinu ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2008 Skrímslapest ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2009 Skrímsli í heimsókn ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2011 Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2012 Skrímslaerjur ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2014 Skrímslakisi ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2017 Skrímsli í vanda ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2020 Sjáðu!
2021 Skrímslaleikur ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
2023 til minnis:
2023 Allt annar handleggur

Leikverk

breyta
  • 2007 - Gott kvöld
  • 2009 - Sindri silfurfiskur
  • 2011 - Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Skáld.is“. skald.is. Sótt 28. ágúst 2024.
  2. „Áslaug Jónsdóttir“. Icelandic Literature Centre. Sótt 3. október 2017.

Ytri tenglar

breyta