Áslaug Jónsdóttir
Áslaug Jónsdóttir (f. 31. mars 1963) er íslenskur barnabókahöfundur, myndskreytir, myndlistamaður og leikskáld.[1]
Áslaug Jónsdóttir | |
---|---|
Fædd | Áslaug Jónsdóttir 31. mars 1963 |
Störf |
|
Ár virk | 1990 - í dag |
Þekkt fyrir | Skrímsla-bækurnar |
Æskuár og menntun
breytaÁslaug ólst upp á bænum Melaleiti í Melasveit í Borgarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983 og stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1984 til 1985. Áslaug nam við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn (Skolen for Brugskunst - Danmarks designskole) frá 1985 til 1989 þegar hún útskrifaðist frá teikni- og grafíkdeild skólans. Auk þess hefur hún tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Íslandi.[1]
Ferill
breytaÁrið 1990 kom út fyrsta barnabók Áslaugar, Gullfjöðrin. Í samstarfi við Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum hefur hún gefið út Skrímsla-bækurnar sem gefnar eru út á íslensku, sænsku og færeysku. Bókaflokkurinn hófst á Nei! sagði litla skrímslið árið 2004 og sú tíunda, Skrímslaleikur, kom út árið 2021.[2]
Ritaskrá
breytaÁr | Verk | Athugasemdir |
---|---|---|
1990 | Gullfjöðrin | |
1991 | Fjölleikasýning Ástu | |
1991 | Stjörnusiglingin | |
1993 | Á bak við hús - Vísur Önnu | |
1995 | Einu sinni var raunamæddur risi | |
1996 | Prakkarasaga | ásamt Sigurborgu Stefánsdóttur |
1998 | Sex ævintýri | |
2003 | Eggið | |
2003 | Unugata | |
2004 | Nei! sagði litla skrímslið | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2005 | Gott kvöld | |
2006 | Stór skrímsli gráta ekki | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2007 | Ég vil fisk! | |
2007 | Gott kvöld | |
2007 | Skrímsli í myrkrinu | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2008 | Skrímslapest | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2009 | Skrímsli í heimsókn | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2011 | Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2012 | Skrímslaerjur | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2014 | Skrímslakisi | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2017 | Skrímsli í vanda | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2020 | Sjáðu! | |
2021 | Skrímslaleikur | ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal |
2023 | til minnis: | |
2023 | Allt annar handleggur |
Leikverk
breyta- 2007 - Gott kvöld
- 2009 - Sindri silfurfiskur
- 2011 - Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Skáld.is“. skald.is. Sótt 28. ágúst 2024.
- ↑ „Áslaug Jónsdóttir“. Icelandic Literature Centre. Sótt 3. október 2017.