Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason (f. 18. febrúar, 1959 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur, málari, þýðandi, skopteiknari og greinahöfundur. Hann nam við Myndlista- og Handíðaskólann veturinn 1979 - 1980 og Listaakademíuna í München 1981 - 1982.
Hallgrímur hefur starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur frá árinu 1982. Hann hefur haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi og erlendis og verk hans hafa verið sýnd á yfir 30 samsýningum í ýmsum löndum.
Þekktustu verk Hallgríms eru 101 Reykjavík sem gerð var að vinsælli kvikmynd og Höfundur Íslands, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2001. Hallgrímur var aftur tilnefndur til verðlaunanna árið 2005 fyrir skáldsöguna Rokland. Jafnframt var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir 101 Reykjavík og Rokland.
Bækur
breyta- Sextíu kíló af sólskini (2018)
- Sjóveikur í München (2015)
- Konan við 1000°: Herbjörg María Björnsson segir frá (2011)
- Konan sem kyssti of mikið (2010)
- 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp (2008)
- Rokland (2005)
- Best of Grim (2004)
- Herra Alheimur (2003)
- Höfundur Íslands (2001)
- Ljóðmæli 1978-1998 (1998)
- 101 Reykjavík (1996)
- Þetta er allt að koma (1994)
- Hella (1990)
Leikhús
breytaKvikmyndir
breyta- 101 Reykjavík (2000)
- Rokland (2011)