Bryndís Björgvinsdóttir

íslenskur rithöfundur

Bryndís Björgvinsdóttir (f. 24. mars 1982) er rithöfundur og þjóðfræðingur. Hún er Hafnarfirðingur og starfar við kennslu og skriftir.

Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2014 í flokki barna- og unglingabóka fyrir bókina Hafnfirðingabrandarinn. Þá hlaut bókin einnig Fjöruverðlaunin 2014 í flokki barna- og unglingabóka og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014 fyrir bestu ungmennabókina. Áður hefur Bryndís skrifað bókina Flugan sem stöðvaði stríðið (2011) en hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin sama ár sem og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana sem besta barnabókin. Flugan sem stöðvaði stríðið fékk þá einnig tilnefningu til Fjöruverðlaunanna. Árið 2015 gaf Bryndís út bókina Leitin að tilgangi unglingsins.

Bryndís hefur einnig skrifað fræðigreinar tengdar þjóðfræði, sagnfræði og ritlist og birt í Skírni og Tímariti Máls og menningar. Einnig hefur hún skrifað nokkur ljóð og komið fram á ljóðahátíðum á Íslandi og í Bretlandi. Í þjóðfræði hefur Bryndís aðallega fengist við að rannsaka og skrifa um menningararf, brandara og efnismenningu. Bryndís hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands um árabil og aðjúnkt við deild Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands frá árinu 2012.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.