Gunnar Helgason
íslenskur leikari og rithöfundur
Gunnar Helgason (f. 24. nóvember 1965) er íslenskur leikari, leikstjóri, og barnabókahöfundur.[1]
Gunnar er fæddur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991.[1] Hann sá um barnaþáttinn Stundina okkar ásamt Felix Bergssyni árin 1994–1996. Barnaplötur Gunna og Felix voru vinsælar, og hafa þeir troðið upp á fjölskylduhátíðinni Neistaflugi flest ár frá 1999.[2]
Gunnar lék hlutverk í stórmyndinni The Secret Life of Walter Mitty frá 2013 á móti Ben Stiller.
Árið 2015 hlaut Gunnar Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Mömmu klikk![1] Árið 2018 var kvikmynd gerð upp úr barnabók hans, Víti í Vestmannaeyjum.
Útgefnar bækur
breyta- 1992 – Goggi og Grjóni
- 1995 – Goggi og Grjóni: Vel í sveit settir
- 1997 – Grýla
- 2010 – Nornin og dularfulla gauksklukkan
- Bókaröðin um Jón Jónsson og félaga:
- 2011 – Víti í Vestmannaeyjum
- 2012 – Aukaspyrna á Akureyri
- 2013 – Rangstæður í Reykjavík
- 2014 – Gula spjaldið í Gautaborg
- 2019 - Barist í Barcelona
- 2015 – Mamma klikk!
- 2016 – Pabbi prófessor
- 2017 – Strákaklefinn
- 2017 – Amma best
- 2018 - Siggi Sítróna
- 2018 – Ísland á HM
- 2019 - Draumaþjófurinn
- 2020 - Barnaræninginn
- 2021 - Palli Playstation
- 2022 - Hanni Granni Dansari
- 2023 - Bella Gella Krossari
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Gunnar Helgason | Bókmenntavefur“. Bókmenntaborgin – Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. 10. janúar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2020. Sótt 11. júní 2019.
- ↑ „Þrautaganga Gunnars Helgasonar“. www.mbl.is. Sótt 11. júní 2019.
Tenglar
breyta- Bókmenntavefurinn – Gunnar Helgason Geymt 18 september 2020 í Wayback Machine