Ingibjörg Haraldsdóttir

íslenskur þýðandi og ljóðskáld (1942-2016)

Ingibjörg Haraldsdóttir (fædd 21. október 1942, dáin 7. nóvember 2016) var þýðandi, ljóðskáld, leikstjóri, blaðamaður og gagnrýnandi. Ingibjörg þýddi mikið úr rússnesku og er heiðursfélagi í Bandalagi íslenskra þýðenda.

Ingibjörg hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð en bókin var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Eftir stúdentspróf stundaði Ingibjörgnám við Kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu og lauk Mag. art prófi í kvikmyndastjórn þaðan 1969. Hún starfaði sem aðstoðarleikstjóri við leikhúsið Teatro Estudio í Havana á Kúbu frá 1970 – 1975. Hún skrifaði og þýddi blaðagreinar, aðallega fyrir Þjóðviljann, meðan hún dvaldi í Sovétríkjunum og á Kúbu.

Ritstörf

breyta

Ingibjörg snéri heim til Íslands í árslok 1975 vann þá sem blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Þjóðviljanum um árabil. Frá 1981 var hún ljóðskáld og þýðandi að aðalstarfi, en fyrsta ljóðabók hennar, Þangað vil ég fljúga, kom út árið 1974. Ingibjörg hefur gefið út sex ljóðabækur, þar af eina safnbók, og hafa ljóð hennar verið þýdd á ungversku, þýsku, lettnesku, litháísku, búlgörsku, rússnesku, slóvakísku, ensku og Norðurlandamál. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, meðal annars Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar, Íslensku bókmenntaverðlaunin, Menningarverðlaun DV fyrir þýðingu sína á Fávitanum eftir Dostojevskíj og Íslensku þýðingarverðlaunin 2004 fyrir Fjárhættuspilarann eftir sama höfund. Þá hefur hún tvisvar verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, 1993 og 2004.

Ingibjörg var afkastamikill þýðandi, aðallega úr spænsku og rússnesku. Hún þýdddi meðal annars skáldsögur eftir Dostojevskí og Búlgakov, fjölda leikrita eftir ýmsa höfunda og þýðingar hennar á ljóðum og smásögum spænsku- og rússneskumælandi höfunda hafa birst í tímaritum og verið fluttar í útvarpi.

Félagsstörf

breyta

Ingibjörg sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands frá 1992 – 1998 og var formaður sambandsins frá 1994 – 1998. Hún var í ritnefnd Tímarits Máls og menningar frá 1977 og var aðstoðarritstjóri tímaritsins frá 1993 - 2000. Hún átti einnig sæti í ritnefnd tímarits þýðenda, Jón á Bægisá.

Börn Ingibjargar eru Hilm­ar Ramos þýðandi og Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir skáld.


Ritverk

breyta

Endurminningar

breyta
  • Veruleiki draumanna, 2007

Ljóðabækur

breyta
  • Þangað vil ég fljúga, 1973
  • Orðspor daganna, 1983
  • Nú eru aðrir tímar, 1989
  • Ljóð: 1974 - 1991, 1991
  • Höfuð konunnar, 1995
  • Hvar sem ég verð, 2002
  • Ljóðasafn, 2009

Þýðingar á íslensku

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta