Sigurjón Birgir Sigurðsson

Sigurjón Birgir Sigurðsson (fæddur 27. ágúst 1962 í Reykjavík á Íslandi) er íslenskt skáld, þekktur undir listamannsnafninu Sjón. Hann er sonur Sigurðar Geirdal, sem var bæjarstjóri í Kópavogi í mörg ár og Áslaugar Jónínu Sverrisdóttur fyrrverandi bankastarfsmanns.[1]

Sigurjón Birgir Sigurðsson
Sjón á LitteratureXchange Festival í Árósum 2019

Hann var meðlimur í hópi listamanna sem fór undir nafni Medúsa og kenndi sig við súrrealisma.

Hann skrifaði handrit kvikmyndarinnar Regína! með Margréti Örnólfsdóttur, kom fram í heimildarmyndinni Gargandi snilld og skrifaði handrit stuttmyndarinnar Anna og skapsveiflurnar þar sem hann lék Dr. Artmann. Hann skrifaði texta fyrir flest lög kvikmyndarinnar Myrkradansarinn ásamt Björk, Mark Bell & Lars von Trier.

Sjón hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Gallerí

breyta

LitteratureXchange Festival í Árósum 2019
Ljósmyndir Hreinn Gudlaugsson

Verðlaun

breyta
  • 1995 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Augu þín sáu mig
  • 1998 Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
  • 2002 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Með titrandi tár
  • 2005 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Skugga-Baldur.
  • 2013 Verðlaun starfsfólks bókaverslana: Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til (besta íslenska skáldsagan)
  • 2013 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til
  • 2013 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til
  • 2016 Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ég er sofandi hurð[2]

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Sífellt sögum ríkari“, Morgunblaðið, 27. ágúst 2012 (skoðað 17. nóvember 2019)
  2. Bokmenntaborgin.is, „Sjón“ (skoðað 17. nóvember 2019)