Sigurbjörn Einarsson

Sr. Sigurbjörn Einarsson (30. júní 191128. ágúst 2008) var biskup Íslands frá árinu 1959 til ársins 1981. Sonur hans er Karl Sigurbjörnsson.

Sigurbjörn Einarsson

ÆskaBreyta

Sigurbjörn Einarsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu.

NámBreyta

Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og nam almenn trúarbragðavísindi, klassísk fornfræði og sögu við Uppsalaháskóla. Hann lauk þaðan prófi í grísku, fornfræðum og sögu árið 1936 og hlaut cand. fil. gráðu frá heimspekideild Stokkhólmsháskóla árið 1937. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1938. Sigurbjörn stundaði framhaldsnám í nýja-testamentisfræðum við Uppsalaháskóla 1939, í trúfræði við Háskólann í Cambridge sumarið 1945 og framhaldsnám veturinn 1947-48, meðal annars í Basel.

StarfBreyta

Séra Sigurbjörn Einarsson varð sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógarströnd 1938 og var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og þjónaði þar til 1944 þegar hann var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kennari. Hann var skipaður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til 1959 er hann var vígður biskup Íslands. [1] Hann þjónaði sem biskup Íslands til ársins 1981.

Félags- og trúnaðarstörfBreyta

Sigurbjörn var forseti Framtíðarinnar 1931[2], formaður Lilju frá stofnun 1943 og til 1959, formaður Þjóðvarnarfélags Íslendinga 1946 – 50, formaður Skálholtsfélagins frá stofnun þess 1949. Hann sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags frá 1948 og var forseti þess 1959 – 81, forseti Kirkjuráðs og Kirkjuþings 1959-81 og sat í stjórn Nordiska Ekumeniska Institutet 1959 – 81. Sigurbjörn var formaður sálmabókarnefndar 1962-72, formaður þýðingarnefndar Nýja testamentisins 1962-81 og sat í nefnd á vegum Lúterska heimssambandsins um trúariðkun og trúarlíf 1964-68. Hann var formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju 1982-87 og Skólanefndar Skálholtsskóla 1972-81.

Í heimsstyrjöldinni síðari var Sigurbjörn einn af þremur nefndarmönnum í Ástandsnefndinni sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna og hernámsliðsins.[3]

RitstörfBreyta

Sigurbjörn samdi og þýddi mörg ritverk. Þar má nefna Trúarbrögð mannkyns, Opinberun Jóhannesar - skýringar, ævisögu Alberts Schweitzer og kennslurit um trúarbragðasögu og trúarlífssálfræði. Hann gaf einnig út fjölda bóka með greinum, predikunum og hugvekjum og samdi og þýddi fjölda sálma í Sálmabók kirkjunnar.

NeðanmálsgreinarBreyta

  1. Sigurbjörn Einarsson vígður biskup Morgunblaðið 23. júní 1959 á Timarit.is.
  2. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
  3. Ástandið, fanatík og vitleysa Eyjan, skoðað 8. ágúst 2019.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta


Fyrirrennari:
Ásmundur Guðmundsson
Biskup Íslands
(19591981)
Eftirmaður:
Pétur Sigurgeirsson
Fyrirrennari:
Sölvi Blöndal
Forseti Framtíðarinnar
(19311931)
Eftirmaður:
Benjamín Eiríksson


   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.