Sigurbjörn Einarsson

biskup Íslands

Sr. Sigurbjörn Einarsson (30. júní 191128. ágúst 2008) var biskup Íslands frá árinu 1959 til ársins 1981. Sonur hans er Karl Sigurbjörnsson.

Sigurbjörn Einarsson

Sigurbjörn Einarsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu.

Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og nam almenn trúarbragðavísindi, klassísk fornfræði og sögu við Uppsalaháskóla. Hann lauk þaðan prófi í grísku, fornfræðum og sögu árið 1936 og hlaut cand. fil. gráðu frá heimspekideild Stokkhólmsháskóla árið 1937. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1938. Sigurbjörn stundaði framhaldsnám í nýja-testamentisfræðum við Uppsalaháskóla 1939, í trúfræði við Háskólann í Cambridge sumarið 1945 og framhaldsnám veturinn 1947-48, meðal annars í Basel.

Séra Sigurbjörn Einarsson varð sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógarströnd 1938 og var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og þjónaði þar til 1944 þegar hann var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kennari. Hann var skipaður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til 1959 er hann var vígður biskup Íslands. [1] Hann þjónaði sem biskup Íslands til ársins 1981.

Félags- og trúnaðarstörf

breyta

Sigurbjörn var forseti Framtíðarinnar 1931[2], formaður Lilju frá stofnun 1943 og til 1959, formaður Þjóðvarnarfélags Íslendinga 1946 – 50, formaður Skálholtsfélagins frá stofnun þess 1949. Hann sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags frá 1948 og var forseti þess 1959 – 81, forseti Kirkjuráðs og Kirkjuþings 1959-81 og sat í stjórn Nordiska Ekumeniska Institutet 1959 – 81. Sigurbjörn var formaður sálmabókarnefndar 1962-72, formaður þýðingarnefndar Nýja testamentisins 1962-81 og sat í nefnd á vegum Lúterska heimssambandsins um trúariðkun og trúarlíf 1964-68. Hann var formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju 1982-87 og Skólanefndar Skálholtsskóla 1972-81.

Í heimsstyrjöldinni síðari var Sigurbjörn einn af þremur nefndarmönnum í Ástandsnefndinni sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna og hernámsliðsins.[3]

Ritstörf

breyta

Sigurbjörn samdi og þýddi mörg ritverk. Þar má nefna Trúarbrögð mannkyns, Opinberun Jóhannesar - skýringar, ævisögu Alberts Schweitzer og kennslurit um trúarbragðasögu og trúarlífssálfræði. Hann gaf einnig út fjölda bóka með greinum, predikunum og hugvekjum og samdi og þýddi fjölda sálma í Sálmabók kirkjunnar.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Sigurbjörn Einarsson vígður biskup Morgunblaðið 23. júní 1959 á Timarit.is.
  2. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
  3. Ástandið, fanatík og vitleysa Eyjan, skoðað 8. ágúst 2019.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Ásmundur Guðmundsson
Biskup Íslands
(19591981)
Eftirmaður:
Pétur Sigurgeirsson
Fyrirrennari:
Sölvi Blöndal
Forseti Framtíðarinnar
(19311931)
Eftirmaður:
Benjamín Eiríksson


   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.