Eiðar
Eiðar er þéttbýliskjarni staðsettur um 10 km norðan við Egilsstaði. Þar búa um 40 manns. Eiðar tilheyra Múlaþingi.
Eiðaskóli
breytaÁ Eiðum var stofnaður búnaðarskóli árið 1883. Hann starfaði til 1919. Þá var honum breytt í alþýðuskóla, sem starfaði til 1998, en þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum endanlega yfir starfsemi Eiðaskóla. Hafði skólinn þá verið rekinn sem útibú frá Menntaskólanum í nokkur ár. Helstu byggingar staðarins tengjast skólastarfinu og eru teiknaðar af þekktum íslenskum arkitektum, eins og Guðjóni Sigvaldasyni, Rögnvaldi Ólafssyni og Sigvalda Thordarsyni.
Útvarpið
breytaÁ Eiðum var 220 metra hátt mastur sem var notað af Ríkisútvarpinu til að senda á 207 kHz eða AM. Það var 100 kW. (Hinn langbylgjusendirinn er á Gufuskálum.) Mastrið var reist á árunum 1996 til 1998 og fellt 1. mars 2023.
Tenglar
breyta- Eiðavinir: Eiðar fyrr á tíð. Geymt 24 október 2020 í Wayback Machine
- Karolinafund: Saga Eiðaskóla.
- Eiðaskóli verður óperuhús.
- Eiðar á Fljótsdalshéraði auglýst til sölu. Geymt 24 febrúar 2020 í Wayback Machine
- Eiðaskóli tuttugu ára; Hannes J. Magnússon, Viðar janúar 1942, bls. 26–31.