Eiðar
Eiðar er þéttbýliskjarni staðsettur um 10 km norðan við Egilsstaði. Þar búa um 40 manns. Eiðar tilheyra sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.
EiðaskóliBreyta
Á Eiðum var stofnaður búnaðarskóli árið 1883. Hann starfaði til 1919. Þá var honum breytt í alþýðuskóla, sem starfaði til 1998, en þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum endanlega yfir starfsemi Eiðaskóla. Hafði skólinn þá verið rekinn sem útibú frá Menntaskólanum í nokkur ár. Helstu byggingar staðarins tengjast skólastarfinu og eru teiknaðar af þekktum íslenskum arkitektum, eins og Guðjóni Sigvaldasyni, Rögnvaldi Ólafssyni og Sigvalda Thordarsyni.
ÚtvarpiðBreyta
Á Eiðum er 100 kW langbylgjusendir Ríkisútvarpsins, sem sendir á 207 kHz. (Hinn langbylgjusendirinn er á Gufuskálum.)
TenglarBreyta
- Eiðavinir: Eiðar fyrr á tíð.
- Karolinafund: Saga Eiðaskóla.
- Eiðaskóli verður óperuhús.
- Eiðar á Fljótsdalshéraði auglýst til sölu.
- Eiðaskóli tuttugu ára; Hannes J. Magnússon, Viðar janúar 1942, bls. 26–31.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.