Vanþróuðustu löndin

Vanþróuðustu löndin eru hópur ríkja sem samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru á lægsta félagshagfræðilegu þróunarstigi í heimi og hafa lægstu vísitölu um þróun lífsgæða í heimi. Hugtakið var fyrst notað á sjöunda áratugnum og fyrsta yfirlýsing yfir hvaða lönd voru þau vanþróuðustu var gefin út 18. nóvember 1971. Land flokkast meðal þeirra vanþróuðustu í heimi ef það uppfyllir þrjú skilyrði:

  • Fátækt – frá og með 2015 verður landið að vera með ársmeðaltekjur undir $1.035 á mann yfir þriggja ára tímabil til að vera á listanum en yfir $1.242 til að vera tekið af honum,
  • Veik staða mannauðs (byggð á mælikvörðum um næringu, heilsu, menntun og læsi), og
  • Efnahagslegir veikleikar (byggðir á óstöðugri landbúnaðarframleiðslu, óstöðugum innflutningi og útflutningi vara og þjónustu, vægi óhefðbundinnar efnahagslegrar starfsemi, hlutfall mannfjöldans í vanda vegna náttúruhamfara).
Vanþróuðustu löndin eru merkt bláu.

Skilyrðin eru endurskoðuð á þriggja ára fresti. Síðan hugtakið var tekið í notkun hafa sjö lönd „útskrifast“ af listanum: Sikkim (1975), Botsvana (1994), Grænhöfðaeyjar (2007), Maldíveyjar (2011), Samóa (2014), Miðbaugs-Gínea (2017) og Vanúatú (2020). Til eru þrjú lönd sem uppfylla skilyrði vanþróðasts lands en hafa hafnað titlinum af ýmsum ástæðum: Gana, Papúa Nýja-Gínea og Simbabve.

Núverandi listi yfir vanþróðustu löndin breyta

Afríka (33 lönd) breyta

Asía (9 lönd) breyta

Kyrrahafseyjar (3 lönd) breyta

Rómanska Ameríka (1 land) breyta

Tengt efni breyta

Heimildir breyta