Oxford-háskóli

(Endurbeint frá Oxford háskóli)

Oxford-háskóli (enska University of Oxford eða Oxford University) er háskóli í bænum Oxford á Englandi. Hann er elsti háskólinn í ensku-mælandi landi.

Bodleian bókasafnið

Háskólinn á rætur að rekja að minnsta kosti til loka 12. aldar en ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólinn var stofnaður. Sagan hermir að óeirðir hafi brotist út á milli nemenda og þorpsbúa árið 1209 og þá hafi sumir fræðimenn flúið norðaustur til bæjarins Cambridge og stofnað þar Cambridge-háskóla. Skólarnir hafa æ síðan att kappi hvor við annan og hafa löngum þótt bestu háskólar Bretlands.

Dagblaðið The Times telur Oxford-háskóla vera besta breska háskólann árið 2007 Times Higher Education Supplement taldi skólann 3. besta háskóla heims árið 2005.

Nemendur við skólann eru um 23 þúsund. Þar af eru um 15.500 grunn-nemar og rúmlega 7 þúsund framhaldsnemar. Einkunnarorð skólans eru: Dominus illuminatio mea eða „Drottinn er upplýsing mín.“

Skólar innan skólans

breyta
 
Somerville College

Innan Oxford-háskóla eru 39 smærri skólar (e. colleges) sem eru að einhverju leyti sjálfstæðar stjórnsýslu einingar en lúta að öðru leyti sameiginlegri yfirstjórn háskólans.

Nafn skóla Stofnaður Heimasíða Systurskóli í Cambridge
All Souls College 1438 Heimasíða Geymt 20 október 2013 í Wayback Machine Trinity Hall
Balliol College 1263 Heimasíða St John's College
Brasenose College 1509 Heimasíða Gonville and Caius College
Christ Church 1546 Heimasíða Trinity College
Corpus Christi College 1517 Heimasíða Corpus Christi College
Exeter College 1314 Heimasíða Emmanuel College
Green College 1979 Heimasíða Geymt 5 apríl 2007 í Wayback Machine St Edmund's College
Harris Manchester College 1786, College síðan 1996 Heimasíða
Hertford College 1282, College síðan 1740 Heimasíða
Jesus College 1571 Heimasíða Jesus College
Keble College 1870 Heimasíða Selwyn College
Kellogg College 1990, College síðan 1994 Heimasíða
Lady Margaret Hall 1878 Heimasíða Newnham College
Linacre College 1962 Heimasíða Wolfson College
Lincoln College 1427 Heimasíða Geymt 23 nóvember 2012 í Wayback Machine Downing College
Magdalen College 1458 Heimasíða Magdalene College
Mansfield College 1886, College síðan 1995 Heimasíða
Merton College 1264 Heimasíða Peterhouse
New College 1379 Heimasíða King's College
Nuffield College 1937 Heimasíða
Oriel College 1326 Heimasíða Clare College
Pembroke College 1624 Heimasíða Queens' College
The Queen's College 1341 Heimasíða Pembroke College
Reuben College 2019 Heimasíða
St Anne's College 1878 Heimasíða New Hall
St Antony's College 1950, College síðan 1963 Heimasíða
St Catherine's College 1963 Heimasíða Robinson College
St Cross College 1965 Heimasíða Clare Hall
St Edmund Hall 1226, College síðan 1957 Heimasíða Fitzwilliam College
St Hilda's College 1893 Heimasíða Geymt 22 desember 2016 í Wayback Machine
St Hugh's College 1886 Heimasíða Clare College
St John's College 1555 Heimasíða Geymt 13 desember 2016 í Wayback Machine Sidney Sussex College
St Peter's College 1929 Heimasíða
Somerville College 1879 Heimasíða Geymt 29 september 2013 í Wayback Machine Girton College
Templeton College 1965, College síðan 1995 Heimasíða Geymt 19 mars 2007 í Wayback Machine
Trinity College 1554 Heimasíða Churchill College
University College 1249 Heimasíða Trinity Hall
Wadham College 1610 Heimasíða Christ's College
Wolfson College 1966, College síðan 1981 Heimasíða Darwin College
Worcester College 1714 Heimasíða Geymt 5 janúar 2006 í Wayback Machine St Catharine's College

Skólarígur

breyta

Hefðbundinn skólarígur hefur ríkt milli sumra skóla innan háskólans. Oft er slíkur rígur milli nágrannaskóla sem etja t.d. kappi hvor við annan í íþróttum. Sem dæmi má nefna hefðbundinn ríg milli:

Stofnanir

breyta

Bókasöfn

breyta

Markverðir nemendur

breyta

Margt frægt fólk hefur numið við Oxford-háskóla. Þar á meðal eru fjórir breskir og að minnsta kosti átta aðrir konungar eða drottningar, 47 nóbelsverðlaunahafar, þrír handhafar Fields-orðunnar, 25 forsætisráðherrar Bretlands (meðal þeirra má nefna Theresa May og Margaret Thatcher), 28 forsetar og forsætisráðherrar annarra landa, sjö dýrlingar, 86 erkibispupar, 18 kardinálar og einn páfi. Sjö af síðustu ellefu forsætisráðherrum Bretlands hafa brautskráðst frá Oxford-háskóla. Margir vísindamenn og listamenn hafa numið við Oxford-háskóla, m.a. Stephen Hawking, Richard Dawkins, Ghil'ad Zuckermann, nóbelsverðlaunahafinn Anthony James Leggett. Einnig Tim Berners Lee sem var einn þeirra sem fundu upp veraldarvefinn. Leikararnir Hugh Grant, Kate Beckinsale, Dudley Moore, Michael Palin, Terry Jones og Richard Burton námu við háskólann og kvikmyndagerðamaðurinn Ken Loach. T. E. Lawrence var bæði nemandi og kennari við Oxford-háskóla. Sir Walter Raleigh og Rupert Murdoch námu einnig við skólann. John Wesley, upphafsmaður meþódismans nam við Christ Church College og var kjörinn félagi við Lincoln College. nóbelsverðlaunahafinn og lýðræðissinninn Aung San Suu Kyi frá Búrma var nemandi við St Hugh's College.

Fjölmargir rithöfundar hafa hlotið menntun sína við skólann og sumir kennt við hann. Meðal þeirra má nefna Evelyn Waugh, Lewis Carroll, Aldous Huxley, Oscar Wilde, C. S. Lewis, J.R.R. Tolkien, Phillip Pullman, Vikram Seth og Plum Sykes, skáldin Percy Bysshe Shelley, John Donne, A.E. Housman, W. H. Auden og Philip Larkin, Thomas Warton, Henry James Pye, Robert Southey, Robert Bridges, Cecil Day-Lewis, Sir John Betjeman og Andrew Motion.