Listfræði

(Endurbeint frá Listasaga)

Listfræði er ein þeirra fræðigreina sem fjallar um listir og sögulega og samfélagslega virkni þeirra, á ólíkum tímum og mismunandi menningarsvæðum. Upprunalega náði listfræði yfir fagurfræði hluta og sjónræn tjáning skoðuð og ná rannsóknir á sviðinu yfir alla listsköpun, svo sem málaralistar, höggmynda, grafíkur, innsetninga, gjörninga, vídeóverka, en einnig byggingarlist, hönnun og sjónmenningu.[1] Í dag skoðar listfræði víðtækari þætti sjónrænnar menningar, þar með taldar hinar ýmsu sjónrænu og hugmyndafræðilegu afleiðingar af breytilegum skilningi á list.[2][3] Listfræði nær yfir rannsóknir á hlutum sem eru búnir til af ólíkum menningarsamfélögum um allan heim og á öllum tímum sem flytja merkingu, mikilvægi eða nytjar fyrst og fremst með sjónrænum hætti.

Venus frá Míló, í Louvre

Listfræði er kennd við Háskóla Íslands á grunn- og framhaldsstigi.[4] Listfræðafélag Íslands er félag listfræðinga sem hafa B.A. gráðu frá viðurkenndum háskóla með listfræði sem aðalgrein og annarra sem félagsmenn telja uppfylla kröfur um sambærilega menntun eða fræðistörf.[5]

Sem fræðigrein er lisfræði aðgreind frá listrýni, sem leitast við að skoða listrænt gildi einstakra verka í samanburði við önnur af sambærilegum stíl, eða meta tiltekna stílstefnu eða hreyfingu. Ein grein þessa fræðasviðs er fagurfræði, sem felur í sér að skoða gátuna um hið háleita og finna kjarna fegurðarinnar. Tæknilega séð er listfræði aðskilin frá þessari grein, því listfræðingurinn notar sögulega aðferð til að svara spurningum eins og: hvernig skapaði listamaðurinn verkið?, hverjir voru kaupendurnir?, hverjir voru kennarar hans eða hennar?, hverjir voru áhorfendur?, hverjir voru lærisveinar hans eða hennar?, hvaða sögulegu öfl mótaði listamanninn og hvernig hafði hann eða hún og sköpunin á móti áhrif á gang listrænna, pólitískra og félagslegra atburða? Samt er vafi á því hvort hægt sé að svara mörgum spurningum af þessu tagi á fullnægjandi hátt án þess að hafa einnig í huga grunnspurningar um eðli listarinnar. Skörp skil milli listfræði og listspeki (fagurfræði) geta staðið í vegi slíkra spurninga.[6]

Íslenskir listfræðingar[7] breyta

Heimildir breyta

  • Fyrirmynd greinarinnar var útgáfu Wikipedia. Sótt 7. júlí 2021.
  1. „Listfræði. BA gráða – 120 einingar | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 24. október 2022.
  2. „What is art history and where is it going? (article)“. Khan Academy (enska).
  3. „What is the History of Art? | History Today“. www.historytoday.com.
  4. „Listfræði | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 1. apríl 2021.
  5. „Lög félagsins“. Listfræðafélag Íslands. 23. nóvember 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2022. Sótt 24. október 2022.
  6. Cf: 'Art History versus Aesthetics', ed. James Elkins (New York: Routledge, 2006).
  7. „Félagar / Members“. Listfræðafélag Íslands. 15. júní 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2022. Sótt 24. október 2022.