1282
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1282 (MCCLXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Sturla Þórðarson sagði af sér lögmannsstarfi.
- Hrafn Oddsson hirðstjóri fór til Noregs vegna staðamála.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 30. mars - Sikileysku aftansöngvarnir hófust, uppreisn gegn stjórn Frakka á eynni.
- 11. desember - Síðasta orrustan milli Englendinga og Walesmanna. Llywelyn hinn síðasti, prins af Wales, féll og Englendingar lögðu Wales undir sig.
- Ríkisráð Eiríks Magnússonar prestahatara gerði Jón erkibiskup í Niðarósi og helstu stuðningsmenn hans útlæga og flúði biskupinn til Englands.
- Borgin Riga varð ein af Hansaborgunum.
- Aðalsmenn þvinguðu Eirík klipping Danakonung til að undirrita réttindaskrá.
- Erkibiskupinn af Kantaraborg fyrirskipaði lokun allra sýnagóga í London og bannaði gyðingalæknum að sinna öðrum en gyðingum.
Fædd
- Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning, seinni kona Játvarðar 1. (d. 1318).
- Húgó 5., hertogi af Búrgund (d. 1315).
- Innósentíus VI páfi (d. 1362).
- Lúðvík 4., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1347).
Dáin
- 19. júní - Elinóra de Montfort, prinsessa af Wales (f. 1252).
- 11. desember - Llywelyn hinn síðasti, prins af Wales (f. um 1228).
- 11. desember - Mikael 8. Palíológos, Býsanskeisari (f. 1225).
- Desember - Margrét Sambiria, drottning Danmerkur, kona Kristófers 1.