1933
ár
(Endurbeint frá Nóvember 1933)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1933 (MCMXXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 16. júlí - Alþingiskosningar voru haldnar. Landskjör var lagt niður sem fyrirkomulag kosninga.
- 3. október - Félag byltingarsinnaðra rithöfunda var stofnað á Hótel Borg.
- 13. desember - Bændaflokkurinn síðari var stofnaður.
- Nýja dagblaðið var fyrst gefið út.
- Halldór Laxness gaf út fyrsta bindi af Sjálfstæðu fólki og Úngfrúin góða og Húsið.
- Blaðið Sovétvinurinn kom fyrst út.
Fædd
- 2. júlí - Kjartan Ólafsson, rithöfundur, ritstjóri og stjórnmálamaður.
Dáin
Erlendis
breyta- 30. janúar - Adolf Hitler var gerður að kanslara Þýskalands.
- 17. febrúar - Áfengisbann var afnumið í Bandaríkjunum.
- 27. febrúar - Kveikt var í þýska þinginu, Reichstag.
- 3. mars - Jarðskjálfti og flóðbylgja skella á Honshu-eyju í Japan, 3.000 létust.
- 4. mars - Franklin D. Roosevelt varð forseti Bandaríkjanna.
- 5. apríl - Noregur gaf eftir kröfu um að Land Eiríks rauða á Grænlandi yrði norskt svæði eftir að dómstóllinn í Haag skar úr um að Danmörk hefði yffirráð yfir svæðinu.
- 26. apríl - Gestapo-leynilögreglan var stofnuð í Þýskalandi.
- 21. júní - Nasistar banna alla stjórnmálaflokka í Þýskalandi.
- 4. júlí - Mahatma Gandhi var dæmdur í fangelsi á Indlandi.
- 22. júlí - Wiley Post varð fyrsta manneskjan til að fljúga umhverfis heiminn.
- 8. september - Fine Gael, írskur stjórnmálaflokkur var stofnaður.
- 14. október - Þýskaland sagði sig úr Þjóðabandalaginu.
- 17. október - Albert Einstein flúði til Bandaríkjanna.
- 8. nóvember - Roosevelt Bandaríkjaforseti opinberaði efnahagsáætlunina Ný gjöf (New deal) sem átti að færa 4 milljónum störf.
- 11. nóvember - Rykstormar í Suður-Dakóta; Dust Bowl flettu jarðvegi af ræktarlöndum.
- 16. nóvember - Bandaríski flugmaðurinn Jimmie Angel varð fyrsti útlendingurinn til að sjá hæstu fossa í heimi í Venesúela sem voru síðan nefndir eftir honum: Englafossar.
- Weimar-lýðveldið leið undir lok í Þýskalandi og Þriðja ríkið var stofnað.
- Nasjonal Samling, norskur fasistaflokkur var stofnaður.
Fædd
- 12. mars - Jesús Gil, spænskur stjórnmálamaður og forseti Atlético Madrid (d. 2004).
- 17. mars - Penelope Lively, rithöfundur.
- 17. október - Jeanine Deckers, Syngjandi Nunnan
- 17. nóvember - Roger Leloup, belgískur myndasöguhöfundur
- 23. desember - Akihito, keisari Japans
Dáin
- 31. janúar - John Galsworthy, breskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1867)
- Eðlisfræði - Erwin Schrödinger, Paul Adrien Maurice Dirac
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Thomas Hunt Morgan
- Bókmenntir - Ivan Alekseyevich Bunin
- Friðarverðlaun - Sir Norman Angell