Alþingiskosningar 1933

Alþingiskosningar 1933 voru kosningar til Alþingis sem voru haldnar 16. júlí 1933. Efnt var til kosninga í samræmi við reglur um breytingar á stjórnarskrá, en Alþingi hafði samþykkt nýja kjördæmaskipan sem átti að tryggja þingmannafjölda í samræmi við fylgi á landsvísu. Kosið var í síðasta sinn eftir gömlu reglunum og áætlað að ganga sem fyrst aftur að kjörborðinu og kjósa eftir nýja kerfinu. Kosningaréttur var miðaður við 25 ár og þiggjendur sveitastyrks gátu ekki kosið. Fjöldi á kjörskrá var 53.327 eða tæp 47% íbúa landsins. Kosningaþátttaka var 70,1%.

Þetta voru aðrar alþingiskosningarnar sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í eftir að hann var myndaður með samruna Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins í maí árið 1929. Kosningasigur flokksins var sá mesti í sögu hans en hann hlaut tæpan helming atkvæða.

Eftir kosningarnar sat „samstjórn lýðræðissinna“ áfram við völd, en það var samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Framsóknarmenn höfðu þrjá ráðherra en Sjálfstæðismenn einn.

Niðurstöður

breyta

Niðurstöður kosninganna voru þessar:

Flokkur Formaður Atkvæði % +/- Þingmenn +/- % þingm.
Alþýðuflokkurinn Jón Baldvinsson 6.864,5 19,2 +3,5 4 (1) 11,1
Framsókn Ásgeir Ásgeirsson 8.530,5 23,9 -11,1 14 (2) -9 38,9
Sjálfstæðisflokkurinn Jón Þorláksson 17.131,5 48,0 +4,7 17 (3) +2 47,2
Kommúnistaflokkurinn Brynjólfur Bjarnason 2.673,5 7,5 +4,5 0
Aðrir og utan flokka 480 1,4 1 +1 2,8
Alls 35.680 100 36 (6) -6

Fjöldi landskjörinna þingmanna í sviga.

Tengt efni

breyta

Kosningasaga


Fyrir:
Alþingiskosningar 1931
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1934